Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 36
SKÁLDIÐ SIGURBJÖRN JÓHANNSSON
Endurminningar.
Eftir séra Sigurð S. Christophersson
Sigurbjörn var fæddur að Hólmavaði þ. 29. desember
1839. Bjó hann á Fótaskinni í Suður-Þingeyjarsýslu, og
fluttist til þessa lands 1889, og settist að í Argyle-byggð-
inni. Þekkti eg ekkert til hans á Islandi.
Endurminningar mínar um Sigurbjörn eru frá þeirri
tíð, þegar eg kyntist honum hér.
Nú eru liðin um fjörtíu og fimm ár frá því hann lézt,
og finn eg hvöt hjá mér að minnast hans lítið eitt.
Fótaskinn er smábýli umsetið af stærri jörðum; er þar
ágangssamt mjög frá jörðunum umhverfis; mun því smá-
býli þetta hafa hlotið þetta nafn, enda talið lélegt jarð-
næði. Nú heitir það Helluland. Ef til vill hefir nafn þetta
átt að sýna þrautseygju til að umbera mikinn átroðning.
Argyle-byggðin hefir lengi verið skipuð mannvænlegu
fólki og mannúðlegu; efast eg ekki um, að fólk þar hefir
reynst vel Sigurbimi og fólki hans, enda kom hann sér
vel við menn, og lagði gott til allra mála.
Lítil munu efni Sigurbjöms hafa verið jafnaðarlega,
bjargaðist hann þó vel, og setti sig ekki úr færi að sjá sér
og sínum farborða; af andstreymi hlaut hann sinn skerf,
lét þó aldrei bugast af raunum þeim með því að láta
fallast í faðm athafnaleysis og ráðþrota. Og stóð þannig
óhöllum fæti til síðustu stundar.