Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 38

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 38
38 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Eg freistast til að minna á hið gullfallega erindi Valdi- mars Briem, sem lykil að hugsun Sigurbjöms: “Hér niðri á láði er lágt, og ljósi fjærri, í trúarhæð er hátt og himni nærri. , Þar er svo hátt, að hverfur allt hið smáa. Hið lága fjærist fjær, en færist aftur nær, hið helga og háa.” Bjartsýni Sigurbjarnar var ekki byggð á neinni í- myndun eða innbyrlingu. Tel eg víst, að hann hafi aflað sér hugrekkis við lestur í fomsögum íslendinga og í öðrum góðum bókum. Mun honum hafa hlaupið kapp í kinn, þegar hann las um frækleik manná, þegar þeh áttu við ofurefli, og annað- hvort gengu sigrandi af hólmi eða féllu með frægð. Mun þessi hvöt ekki kunnug öllum þehn, sem hafa áunnið sér andlegan þrótt við lestur á gullaldarritum okkar? Bjartsýnin var enginn hugarburður fávitans; hann sá ekki gimstein í hverju glerbroti glitrandi, sem lá á götu hans. Hann þekti vel sorpið, en kom auga á gullið, sem oft felst meðal léttmetisins. Bjartsýni Sigurbjörns var byggð á hugsjón hins trúaða manns, sem trúir á tilgang lífsins og göfgandi framrás þess. Hann leit í fjarska sóhík lönd, þar sem bíða úrlausn allra mála. Hugsjón þessi gladdi hann og hresti alla daga. Man eg líka vel gleði Sigurbjöms sem aufúsu gests meðal vina sinna, þar sem ríkti myndarskapur, mannúð og gleði. Þar þótti honum gott að vera; þar fann hann sig eiga heima; stóð þá ekki á skemtilegum samræðum af hans hálfu og annara. 1

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.