Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 46

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 46
46 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: var endurkosinn hvað eftir annað, svo að hann átti sæti á ríkisþinginn í samfleytt 12 ár, eða lengur en nokkur annar Islendingur í Norður-Dakota. Er lokið var þing- setu hans, skipaði George F. Shafer ríkisstjóri hann í um- sjónarnefnd með biipeningsrækt í ríkinu (Live Stock Sanitary Board) og átti hann sæti í henni frá því í árs- byrjun 1933 og þangað til í júní 1937. Svo hafa sagt mér kunnugir menn, að Jón K. Ólafsson hafi þótt hinn nýtasti þingmaður og verið vel metinn bæði af skoðanabræðrum sínum og andstæðingum, er virtu góðan skilning hans og dómgreind, réttsýni og sanngimi, og hreina afstöðu hans til deilumálanna. Eng- inn var hann málrófsmaður á þingi fremur en annars- staðar á mannfundum, en tillögugóður og rökfastur í málaflutningi sínum. Hann átti sæti í fjölmörgum meiri- háttar þingnefndum og þótti þar prýðilegur starfsmaður. Það er einnig til marks um traust það, er hann naut af hálfu flokksbræðra sinna og samþingsmanna, að hann var á tveim þingum (1929 og 1931), en þau koma saman annaðhvort ár, kosinn formaður þingflokks síns, og var það í fyrsta sinn, að sami maður var endurkosinn í þann formannsess. Á þingmennskuárum Jóns komu upp á ríkisþinginu tvö mál, er snertu Island sérstaklega. Hið fyrra var það (1927), er ákveðið var með sérstakri lagasamþykkt, að 12. október skyldi árlega vera hátíðlegur haldinn til minn- ingar um Vínlandsfund Leifs Eiríkssonar og Ameríku- fund Christophers Columbusar (Discovery Day). Kom það til kasta Jóns, er var þeim fræðum kunnugastur af samþingmönnum sínum, að láta þeim í té nauðsynlegar upplýsingar um Vínlandsfund og ferðir Islendinga til forna, og átti hann því sinn mikla hlut að því, að réttur Leifs Eiríkssonar og Islendinga var eigi fvrir borð borinn í þessu efni. Hann átti einnig sæti í þingnefnd þeirri (1929), er

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.