Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 48
48
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
þess að ráða bót á þeim vandkvæðum, og sýnir það, hvers
trausts hann naut af hálfu velunnara þeirra menningar-
mála.
Þá hefir hann, sem vænta mátti, verið ágætur stuðn-
ingsmaður kirkju sinnar og kirkjufélagsins lúterska, og
sérstaklega látið sér annt um sunnudagsskólastarfið.
Það er því auðsætt, að Jón K. Ólafsson á sér að baki
margþætta og merka þátttöku í opinberum málum, bæði
heima í héraði sínu og utan vébanda þess. Hafa þau störf
verið honum vel að skapi, enda hefir hann rækt þau af
mikilli alúð og trúmennsku. Það er einnig í fullu sam-
ræmi við heilsteypta skapgerð hans, því að hann er mað-
ur fastur í lund, góðgjam en þungur á bárunni, íhalds-
samur í skoðunum, en fús til að leggja hvex-ju því máli lið,
sem hann telur horfa til almennings heilla. Framkona
hans og þátttaka í félagsmálum hafa verið honum og ætt-
stofni hans til sæmdar, en héraði hans og ríkisheildinni
til gagnsemdar.