Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 49
JÓNAS OG SIGRÍÐUR HELGASON
Eftir G. J. Oleson
“Engii- menn hafa verið þjóðflokki sínum hér í álfu
til jafnmikils sóma og íslenzkir bændur,” eru upphafsorð
að ritgjörð um hinn merkilega bænda skörung Argyle-
byggðar Bjöm Sigvaldason (Walterson) eftir hinn merki-
lega rithöfund og fræðimann, séra Friðrik J. Bergmann.
(Alm. O.S.Th. 1909, bls. 45-54.)
Þessi orð voru sönn þá, þau eru eins sönn enn þann
dag í dag. Bændurnir hafa verið frá því þjóðin íslenzka
fæddist fram á þennan dag máttarstólpar hins íslenzka
þjóðfélags, og hjá öllum kynslóðum og á öllum tíðum
sögunnar hafa skörungar bænda stéttarinnar verið í
fremsta flokki bestu manna þjóðarinnar; og þó margir af
hinum ágætustu mönnum bændastéttarinnar á öllum tíð-
um hafi ekki ætíð staðið í fylkingarbrjósti mannfélags-
málanna eða á framsíðu sögunnar, þá hafa þeir skipað
sinn sess með heiðri og verið “salt jarðar”.
Einn af þessum mönnum er Jónas Helgason, meir en
fjóra áratugi bóndi í Argylebyggð, sem ennþá er uppi-
standandi með bros á vör og hreinan svip. Hann er fædd-
ur á Amdísarstöðum í Bárðardal 7. apríl 1860 á norður
hjara heims, því sem næst við hið ýsta haf þar sem sum-
ardægrin eru löng og sólin dansar á öldum íshafsins um
miðja nótt um Jónsmessuleitið, en felur sig á bak við
fjöllin um miðsvetrarleitið, þar sem náttúran er bæði köld
og blíð en um leið hrikaleg.
Hann fluttist að Vindbelg við Mývatn 1864; ólst þar