Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 52
52
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
manndáða og vitsmuna manni fyrir hugskotssjónum,
Arnhvast en góðmannlegt augnaráð Sigríðar Helgason
getur ekki annað en æ staðið manni fyrii' hugskotssjónum.
Jónas hefur verið hið mesta prúðmenni og svarað-
kalli skyldunnar sem fslendingur og þegn síns nýja föð-
urlands (Canada) sem og heimilisfaðir, og félagsþegn í
sínu umhverfi sem best getur, og sérstaklega góður
styrktarmaður kirkju og safnaðar starfs, og þar voru hjón-
ir sem annarstaðar samhent.
Hjónabandið var blessunaríkt og farsælt og að koma
á þeirra myndarlega heimili var sem maður væri komin
á friðarhöfn. Kona nákomin sem vel þekkti til hefur sagt
mér að hún hafi aldrei heyrt þau tala ónota orð til hvors
annars. Þau vom samhent í því að hjálpa og gjöra gott,
en létu lítið á því bera, eins og þeim er gjarnt sem ekki
eru fyrst og fremst að hugsa um lof heimsmannanna.
Sem þjóðræknis íslendingar hafa þau hjón staðið mjög
framarlega í flokki. Jónas hefur sótt fslendingadaga og
þjóðræknishátíðir íslendinga vítt um byggðir þessa
lands, og fjölskyldan á í sögu sinni þrjár íslandsferðir
sem ekki munu mörg dæmi til um alþýðufólk. Sigríður
fór heim 1914 og sonur hennar Kristján. Jónas fór heim
1920, og Guðlaug dóttir þeirra (Mrs. G. Jóhannesson) á-
samt syni sínum George fór heim 1930. Segir Guðlaug
um þessar ferðir, “Öll höfðum við ósegjanlega gleði og
gagn af að fara heim, og rifjuðum oft upp ýmislegt frá
þeim tímum. Pabbi og mamma og eg höfðum allt af
bréfaskifti við ættingja heima og pabbi gjörir það enn.
Þegar eg sá fsland í fyrsta sinn og hitti ættfólk mitt þar,
fannst mér eg þekkja alla, því foreldrar mínir töluðu svo
oft um allt og alla heima.”
Jónas kom til Argylebyggðar eftir að landnámi var
þar lokið, stóð því ver að vígi en þeir sem fyrst komu og
náðu ókeypis löndum, þó ýmislegt væri ei'fiðara á fyrstu
ámm, kom hann ár sinni vel fyrir borð. Kom stórri
fjölskyldu til manns og varð efnalega sjálfstæður. Hann