Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 57

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 57
ALMANAK 57 “Þar rís hún vor drottning, djúpsins mær, með drifbjart men yfir göfugum hvarmi og framtíma daginn ungan á armi, eins og guðs þanki hrein og skær. Frá henni andar ilmviðsins blær, en eldhjartað slær í fannhvítum barmi. Jökulsvip ber hún harðan og heiðan, en hæðafaðm á hún víðan og breiðan og blávatna augun blíð og tær.” Og það var hreint engin tilviljun, að skáldið lætur Fjalladrottninguna bera “framtíma daginn ungan áarmi”, því að hann átti, eins og kvæði hans bera fegurst vitni, óbifanlega trú á Island, íslenzku þjóðina og framtíð hen- nar. 1 þeirri trú eggjar hann hana lögeggjan til dáða, minnir hana á þá andans orku, sem býr með henni, með því að bregða upp fyrir henni, í meistaralegum og meitl- uðum myndum málsins, lýsingum af mörgum höfuðskör- ungum hennar í liðinni tíð, en horfir þó jafnan fram til hins nýja dags, sem hann sér rísa af djúpi, bregðist þjóðin eigi hlutverki sínu og hinu göfugasta í sjálfri sér. I kvæð- inu “Frosti” lofsyngur hann sókndjarfan brautryðjandann, og eru þessi niðurlagsorðin: “Hans gnoð var heil og traust frá stjóm að stefni. Hann strengdi voðir fast. Hann vakti af svefni. Hans snilld fór hátt og snöggt, sem þytur fjaðra. Hann snart til lífsins dauð og þögul efni”

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.