Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 58
58
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Og með sanni má segja , að skáldið hafi hér lýst sjálf-
um sér ágætlega, hinum mikla landnámsmanni í íslenzk-
um skáldskap, brautryðjanda í bókmenntum vorum og
langskyggnum vökumanni.
Allt þetta varð mér ríkt í huga, er eg stóð við gröf hans
lýðveldishátíðardaginn. En eg minntist eigi síður skáld-
spekingsins, hins mikla hugsuðar, er glímdi djarflega við
hin dýpstu rök, tilverunnar í kvæðum sínum. Hvort sem
menn aðhyllast einhyggju og algvðistrú hans eða eigi, þá
er hún óneitanlega bæði háskáldleg og fögur þessi lýsing
hans á höfundi tilverunnar:
“Nú lítur hann augum hið almáttka vald.
Eilífðar kvrrð býr hans höfuðfald.
Vetrarbrautin er belti um hans miðju,
en blindninnar nótt er skör við hans fald.
Hjartað er algeimsins sólna sól,
þar segullinn kviknar í fmmeldsins smiðju.
Hans þanki er elding, en þruma hans orð.
Allt þiggur svip og afl við hans borð.
Stormanna spor eru stillt í hans óði;
stjarnanna hvel eru korn í hans blóði.
Hans bros eru geislar og blessuð hver storð,
sem blikar af náð undir ljóssins sjóði.”
Djúp lotning fyrir almættinu bxýst fram í þessari mik-
ilfenglegu lýsingu skáldsins, enda var hann gæddur frá-
bærri glöggskvggni á innsta kjama tniarinnar, þá auð-
mýkt hjartans, sem er fyrsta skilyrði hins sanna andlega
þroska; því segir hann í kvæðinu “Hnattasund”: