Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Qupperneq 60
ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR
UM SÖGU-GUÐMUND OG EIRIK SON HANS
Eftir Guðmund Jónsson frá Húséy
Um aldamótin 1800 bjó sá maður í Bessastaðagerði í
Fljótsdal, er Guðmundur hét. Hann var Magnússon, en
um ætt hans og afkomendur veit eg mjög lítið. Þó átti
hann tvo sonu, Ehík, sem hér verður getið, og Jón. Dóttir
Jóns mun hafa verið seinni kona Ólafs prests Indriðasonar
á Kolfreyjustað, því að Jón Ólafsson telur Guðmund
langafa sinn í Endurminningum sínum í Iðunni (1915).
Þessir feðgar, Guðmundur og Eiríkur, voru orðlagðir
fyrir sögur þær, er þeir sögðu af afreksverkum sínum, því
þær þóttu nokkuð stórkostlegar. Vel má vera, að þeir
hafi sagt þær af glettni, öðmm til skemtunar, en flestir
hugðu þær sprottnar af sjálfhælni. Um Jón heyrði eg
engar sagnir í þessa átt.
Eg heyrði margar þessar sögur, þegar eg var ungling-
ur, en flestar eru þær nú gleymdar. Þó man eg nokkrar,
sem gamall maður sagði mér. Þær eru mér svo minnis-
stæðar, vegna þess hann sagði svo skemtilega frá. Sá hét
Magnús Guðmundsson; hann hafði alist upp í Fáskrúðs-
firði, og kynnst þar Eiríki Guðmundssyni. Hann lét ætíð
sögukappann tala sjálfan og því gjöri eg svo.
Guðmundur Magnússon sagði svo frá:
1. “Það var einu sinni, þegar eg bjó í Bessastaða-
gerði, að allt heimafólk mitt fór til kirkju á sunnudag.