Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 62

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 62
62 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: 3. “Einu sinni fór eg ofan í Reyðarfjörð, til að sækja mér skreið, því að það var orðið þröngt í búi hjá mér. Þetta var um hávetur og harðindi mikil. Meðan eg var burtu, rak niður fádæmi af lausasnjó, svo enginn rnundi slíkan. Samt hélt eg á stað upp Þórdalsheiði með 12 fjórð- unga á bakinu. Það þótti öllum óvit, en eg vissi, að mig munaði ekki rnikið um svo lítið. En það er sú örðugasta ferð, sem eg hef farið, og voru þó rnargar vondar. Ófærð- in var skapleg á háheiðinni, en þegar kom í dalinn Hér- aðsmegin, þá versnaði um allan lielming. Mér varð einu sinni litið til baka, og þá sá eg tvær rendur utanslóðar, sem eg átti ekki von á. Eg fór að athuga þetta, og sá þá, að það vom slóðir eftir tvo blýhringi, sem eg hafði i eyrunum.” 4. “Það var einu sinni, snemma veti'ar, þegar eg var í Bessastaðagerði, að mig vantaði nokkrar kindur. Eg leitaði þeirra lengi, en gat ekki fundið þær. Kom það sjaldan fyrir, að mér misheppnaðist smalamennska, þ\ú að eg var léttur á fæti og sá allra manna bezt. Svo var það eitt kvöld í glaða tunglsljósi, að eg gekk út á vökunni og litaðist um, eins og eg var vanur. Sá eg þá eitthvað kvikt á ferð uppi á háum tindi, sem er uppi yfir bænum. Eg kastaði tölu á þessar skepnur og virtist mér það standa heima við kindur þær, sem mig vantaði. Eg brá því við og hljóp í sprettinum upp á hnjúkinn; en þegar þangað kom, þá voru þessar skepnur komnar á rás vestur heiði. Eg hljóp á eftir þeim og herti mín eins og eg gat, og komst fyrir þær vestur á miðheiði. En þá brá mér í brún. Þetta var þá bölvaður músahópur!” Fleiri sögur man eg ekki eftir Guðmundi. En eftir Eiríki sagði Magnús mér eftirfarandi sögur, og hafði hann þær eftir Eiríki sjálfum. Eiríkur var göngumaður mikill og orðlögð refaskytta. Voru flestar sögur hans af þeim afrekum hans: 1. “Einu sinni var eg sóttur frá Hafranesi í Reyðar-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.