Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 63

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 63
ALMANAK 63 firði til að vinna greni. Eg sá refinn strax, þegar eg kom á grenið, og skaut á hann. Eg sá, að skotið kom alltsam- an í hann, en samt hljóp hann á stað, eins og ekkert væri að honum, en dálítið var hann þó haltur. Eg hljóp á eftir honum, því mér var léttur fóturinn á þeim árum. Við héldum svo áfram inn með öllum Reyðarfirði, og dró hvorki sundur né saman. Svo fórum við fyrir botn Reyð- arfjarðar og út með honum að norðanverðu og út á Hólmanes; þar náði eg honum loksins. En þegar eg fló hann, þá sá eg, að hann var lapparbrotinn á öllum löppum, og ein tvíbrotin, því var hann haltur.” (Þetta er rösk dag- leið). 2. “Það var einu sinni, að konan mín fékk íllt í brjóst- ið, eftir barnsburð. Fátt var þá um lækna á Austfjörðum og langt að ná til þeirra; urðu menn því oftast að bjarga sér sjálfir. Eg þóttist vita, að þarna væri einhver ófögn- uður inni fyrir, sem þyrfti að nást burtu, en til þess þekkt- ust engin ráð. Þó vildi eg reyna eitthvað, því eg varð sjaldan ráðalaus. Það vildi svo til, að tík, sem eg átti, hafði nýlega eignast hvolpa. Eg tók því einn þeirra og lét hann sjúga veika brjóstið. Það brá svo við, að konunni batnaði, og varð jafngóð eftir fáa daga. Hvolpurinn hafði sogið burtu meinsemdina. En hann hafði líka fengið mannsvit með mjólkinni. Þennan hund átti eg lengi, og tók hann öllum öðrum hundum fram með vitsmuni. Hann hét Snati.” 3. “Einu sinni fór eg upp að Ási í Fellum, til að finna séra Sigfús vin minn. Þá var svo mikill lausasnjór á jörðu, að flestum þótti ófært bæja á milli; þó hafði dregið nokk- uð af hæðum en fvllt allar lautir. Mér var tekið þar með kostum og kynjum og sat eg á tali við prest um kvöldið. Sagði hann mér þá, meðal annars, að sauðamann sinn hefði vantað 12 sauði fullórðna, þegar snjóinn gjörði; væri nú enginn vegur til að leita þeirra vegna ófærðar, og taldi hann sér þá tapaða. Eg sagði, að ekki væri ómögulegt, að

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.