Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Qupperneq 64
64
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
þeii' kynnu að nást. Féll svo það tal niður. En um dagset-
ursleytið gekk eg út einsamall, og sagði Snata mínum að
fara að leita sauðanna. Hann fór á stað, en eg gekk inn
aftur, og hafði ekki or ð á þessu. Um miðja vöku gekk eg
aftur út; þá heyrði eg Snata gelta lengst uppi á fjalli. Vissi
eg þá, að hann mundi vera búinn að finna sauðina. 1
vökulokin gekk eg enn út, og bað prest að koma með mér.
Þá heyrðum við Snata gelta í klifinu fyrir ofan bæinn. Þá
var svo þykkur skafl þar í dokkinni, að það var slétt af
klifinu ofan að bæ; en svo var hann laus, að engri skepnu
hefði haldið á honum. Við prestur stóðum þarna stundar-
korn á hlaðinu og vorum að tala saman. En þegar minnst
varði, þá kemur Snati með alla sauðina til okkar. Hann
hafði rekið þá undir fönninni. Þá varð prestur feginn og
borgaði mér vel fyrir vikið.”
Fleiri sagnir man eg ekki með vissu um þá feðga.
Þessar man eg gleggst, því Magnús sagði svo skemmti-
lega frá.
' O O O
Þar sem Almanakið hefir áður birt ýmislegt þjóðsögu-
legs efnis, þótti mér vel sæma að halda til haga ofan-
skráðum frásögnum um þá feðga og ættfeður mína, Sögu-
Guðmund og Eiiík son hans. Hafa ýmsar af sögum Guð-
mundar birtst annarsstaðar á prenti. Meðal annars eru
eigi allfáar þeirra í I. bindi af Islenzkum Þjóðsögum
Ólafs Davíðssonar, sem þeir Jónas J. Rafnar og Þorsteinn
M. Jónsson hafa búið til prentunar (Akureyri, 1945); en
eigi þó nema ein þeirra, sem að ofan eru skráðar (sagan
um fannfergið, en hvergi nærri eins ítarlega og vel sögð.
Engar af sögum Eiríks hafa áður borið mér fyrir sjónir á
prenti.
Vil eg svo gera að mínum orðum það, sem Jón Ólafs-
son skáld og rithöfundur segir um þenna sameiginlega