Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 68
68 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Marz—Blaðafréttir greina frá því, að Dorothy Ver-
non, 9 ára að aldri, hafi í þriðja sinni unnið fyrstu verð-
laun sem einsöngvari í hljómlistarsamkeppni Kiwanis-
félagsins í Toronto, í flokki stúlkna innan við 10 ára aldur.
Móðir hennar er söngkonan Rósa Hexmannson-Vernon.
17. marz—1 fyrstu ferð flugfélagsins American Over-
seas Airlines milli Bandaríkjanna og Norðurlanda með
viðkomu á Islandi voru heiðursgestir félagsins sendilier-
rahjónin íslenzku í Washington, Thor og Ágústa Thors,
dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður Islands í New York,
dr. Árni Helgason, ræðismaður Islands í Chicago, og
G. L. Jóhannsson, ræðismaður íslands og Danmerkur í
Winnipeg.
Marz—Skýrt frá því í blaðafréttum, að Haldor Parker,
er nám stundar á Manitoba-háskóla, hafi verið kjörinn
fulltrúi ungmenna-samtaka innan Sameinuðu kirkjun-
nar (United Church) til að mæta á kirkjulegri ráðstefnu
í Noregi á næstunni; móðir hans er Anna Jóhannesson
Parker í Norwood, Man.
Apríl—Um þær mundir hlaut Patrick Gordon Ólafs-
son, sonur Jóns Ólafsson stáliðnaðar-verkfræðings og Mar-
grétar Summeis-Gordon Ólafson í Winnipeg, námsstyrk,
að upphæð $450. frá canadiska vísindafélaginu National
Research Council til framhaldsnáms við McGiIl háskól-
ann í Montreal.
17. apríl—Átti séra Albert É. Kristjánsson, áður prest-
ur að Lundai', Man., sjötugsafmæli. Hefir liann um langt
skeið verið foi'ystumaður í kirkjumálum og öðrum félags-
málum Vestur-lslendinga og einnig tekið mikinn þátt í
þjóðmálum; meðal annars erhann fyn-v. forseti Þjóðrækn-
isfélags Islendinga í Vesturheimi og fvrrv. fylkisþing-
maður í Manitoba.
24.-27. apríl—Þátttaká Islendinga, og þá sérstaklega
íslenzkra kvenna, í allsherjar þjóðhátíð (Festival of the
Nations), sem stofnunin “The International Iixstitute” stóð