Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 69

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 69
ALMANAK 69 að í St. Paul, Minn., vekur mikla athygli; en fulltrúar frá 39 þjóðum tóku þátt í hátíðinni. Var þar sérstök deild fyrir Island með ýmsum sýningarmunum þaðan; íslenzk- ir eftirlætisréttir voru þar einnig á boðstólum. Var það Heklu-klúbburinn, íslenzka kvenfélagið í Minneapolis og St. Paul, sem hlut átti að Islands-sýningunni. Mrs. Ingi- björg Björnson (kona Gunnar B. Björnson) hafði umsjón með sýningarskálanum, en Mrs. G. T. Athelstan (kona Tryggva Athelstan (Aðalsteinssonar) umsjón með mat- sölunni. Maí—Á alþjóðasamkomu í Vancouver, B. C. (“The First Dommion Folk Festival”), er haldin var í byrjun mánaðarins og 22 þjóðflokkar tóku þátt í með sýningu þjóðbúninga sinna og söng þjóðsöngva sinna, kom Miss Margaret Sigmar fram fyrir hönd Islendinga, og skaraði, að dómi stjórnarnefndar, fram úr öllum öðrum þátta- kendum. Fóru Vancouver-blöðin hinum lofsamlegustu orðum um söng hennar og framkomu alla. 6. maí—Fjölmennur safnaðarfundur Fyrstu lútersku khkju í Winnipeg samþykkir einum rómi að veita sókn- arprestinum, séra Valdimar J. Eylands, leyfi til ársdvalar á Islandi í skiftum við séra Eirík Brynjóífsson á Útskál- um, er þjóni Fyrsta lúterska söfnuði til jafnlengdar. Kom séra Eiríkur ásamt fjölskvldu sinni vestur um haf seint í júní-mánuði, en séra Valdimar og fjölskylda hans fóru til Islands mánuði síðar. Er með prestaskiftum þessum brotið blað í sögu menningarlegra samskifta Islendinga austan hafs og vestan. Maí—Eftirfarandi nemendur af íslenzkum ættum luku námi á fylkisháskólanum í Saskatchewan (University of Saskatchewan): Bachelor of Arts: Lorne Douglas Indridason, Oxbow, Sask. Hjörtur Björn Jónas Leó, Saskatoon, Sask.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.