Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 72

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 72
72 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Maí—Harold A. C. Johnson (sonur Prófessors Skúla Johnson og frúar hans í Winnipeg) hlýtur $450. náms- verðlaun til framhaldsnáms í jarðfræði frá vísindastofn- inni National Research Council. Maí—Málverkasýning Emiles Walters listmálara á hinu kunna listasafni, Munson Gallery í New Haven, Connecticut, heimaborg Yale-háskólans, vekur mikla athygli. Maí—Prófessor Skúli Johnson, forseti deildar Mani- toba-háskóla í klassiskum fræðum, kosinn tíl fjögra ára í stjómarnefnd vísindafélagsins Humanities Research Council of Canada, sem vinnur að eflingu fræði kanna í bókmenntum, heimspeki og sagnfræði. Maí—Frétt frá Toronto hermir, að Gústaf Kristjáns- son (sonur Hákonar og Guðnýjar Kristjánsson í Wynyard, Sask.) hafi hlotið stöðu sem umsjónarmaður útvarpsflutn- ings hjá Canadian Broadcasting Corporation þar í borg. Hann lauk prófi í þeim greinum með heiðri á Academy of Radio Arts í Toronto og vann jafnframt meiriháttar námsverðlaun. Maí— Hildigunnur Eggertsdóttir, frá Skúfum í Vind- hælishreppi í Plúnavatnssýslu, lauk prófi við Success Businese College í Winnipeg og hlaut verðlaunapening úr gulli fyrir frábæra tækni í vélritun. Maí—Stórblöð í Toronto fara miklum lofsyrðum um píanó-leik Miss Öldu Pálsson á hljómleikum, er hún hélt í sambandi við fullnaðar-próf sitt í hljómlist á Toronto Conservatory of Music. (Um ætt hennar og fyrri náms- feril, sjá Almanak síðasta árs, bls. 83). Júní—Skýrt frá því, að Sögufélag Manitobafylkis hafi hlutast til uin það, að Wilhelm Kristjánsson, sem er starfs- maður við menntamáladeild fylkisins, verði um hríð veitt lausn frá starfi sínu til þess að semja í megindráttum sögu íslenzkra landnema innan fylkisins, og var honum jafn- framt veittur $1500. styrkur til söguritunarinnar.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.