Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 73

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 73
ALMANAK 73 Júní—Um þær mundir flutti stórblað í Montreal grein um Miss Ingibjörgu Hallson (dóttir Ólafs Hallson kaup- manns og Guðrúnar konu hans í Ericksdale, Man.), sem vakið hefir á sér mikla athygli vegna fágætra hæfileika sinna við kennslu heymarleysingja og starfar við MacKay Institute School for the Deaf í Montreal. ö.-júní—Guðfræðikandidat Ernest Johnston, sonur Paul Johnston (látinn fyrir allmörgum árum) og Helgu konu hans í Winnipeg, vígður til þrests innan Sameinuðu Kirkj- unnar (United Church). 7. júní—Sjötíu ára hjúskaparafmælis landnámshjón- anna Kristjáns Kristjánssonar og Svanfríðar Jónsdóttur, að Eyford, N. Dak., minnst með fjölmennum og virðuleg- lun mannfagnaði, enda hafa þau um langt skeið skipað virðingarsess mikinn í bygðinni. Bámst þeim fjöldi af heillaóskum víðsvegar að, meðal annars frá herra Harry S. Trueman, forseta Bandaríkjanna. Kristján er 97 ára að aldri, en Svanfríður 92 ára. Þau fluttust vestur um haf til Nýja-lslands sumarið 1878, árið eftir til Pembina, N. D., og fáum árum síðar til íslenzku byggðarinnar í Pembina- héraði. 8. júní—Hlaut Ása Jónsdóttir frá Ásum í Austur-Húna- vatnssýslu, meistara-nafnbót í uppeldis- og sálarfræði (Master of Science in Education) á ríkisháskólanum í Norður-Dakota (University of N. Dak.) með ágætiseink- unn. Fjallaði prófritgerð hennar um íslenzk skólamál. 13.-17. júní—Sextugasta og þriðja ársþing hins evang- ehska lúterska khkjufélags Islendinga í Vesturheimi hald- ið að Mountain og Garðar, N. Dak. Prestvígðir voru á þinginu guðfræðingarnir Eric H. Sigmar (sonur Dr. Har- aldar og Margrétar Sigmar), sem verður prestur íslenzku safnaðanna í Argyle, Man., og Arthur S. Hanson (af norsk- umættum), er vígðist til safnaðanna í Blaine og á Point Roberts, Wash. Séra Egill H. Fafnis, ritari kirkjufélags- ins um allmörg undanfarin ár, var kosinn forseti þess í

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.