Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 74

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 74
74 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: stað dr. H. Sigmars, er baðst undan endurkosningu. 15.-21. júní—Lýðveldisdagur Islands haldinn hátíðleg- ur með fjölmennum samkomum í Vancouver, B.C., Chi- cago, Blaine og Seattle, Wash., að Mountain, N. Dak., og Hnausum, Man. Meðal ræðumanna á síðastnefna staðn- um var Árni Bjarnason bókaútgefandi frá Akureyri. Júní—Um það leyti var J. K. Laxdal, sem undanfarin ár hefir verið skólastjóri að Gimli, skipaður yfirkennari við vísinda-deild kennaraskóla Manitobafylkis. 18. júní—'Tuttugu og fimm ára afir.ælís þjóðræknis- deildarinnar “ísland” í Brown, Man., minnst með fjöl- mennu hátíðarhaldi. Þorsteinn J. Gíslason hafði sam- komustjóm með höndum, en aðrir ræðumenn voru Vil- hjálmar Ólafsson, Karl Thorkelsson, skólastjóri í Morden, John B. Johnson, sveitarráðsmaður, og dr. Richard Beck, er flutti aðalræðuna. Núverandi embættismenn eru: Vil- hjálmur Ólafsson, forseti, Mrs. Guðrún Tómasson, ritari, Þorsteinn J. Gíslason, féhirðir og Jónatan Tómasson, fjár- málaritari. Deildin er þó rúmlega ári eldri (stofnuð 12. febr. 1921), en afmælishátíðahaldinu hafði frestað verið af ýmsum ástæðum. 22.-24. júní—Tuttugasta og þriðja ársþing Bandalags lúterskra kvenna haldið í sumarbúðum bandalagsins að Húsavík, Man. Áður þing hófst, fór fram vígsluathöfn samkomuskala bandalagsins, sem helgaður er minningu hermanna af íslenzkum ættum, er féllu í heimsstyrjöld- unni fyrri og síðari. Séra Skúli Sigurgeirsson stjómaði athöfninni, séra B. A. Bjarnason flutti minningarræðuna, og séra E. H. Fafnis, forseti kirkjufélagsins lúterska, vígði skálann. Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson var endurkosin forseti Bandalagsins. Júní—W. J. Lindal héraðsréttardómari skipaður for- maður atvinnumálanefndarinnar í Canada. 26.-30. júní—'Tuttugasta og fimmta ársþing Hins sam- einaða kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku haldið

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.