Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 77

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 77
ALMANAK 77 B. J. Brandson, er áratugum saman var forystumaður í málefnum þeirrar stofnunar. Séra Sigurður Ólafsson stýrði athöfninni, dóttursonur dr. Brandsons, Dean Hills- man, afhjúpaði myndina, og Dr. Baldur H. Olson hélt minningarræðuna. Stutt ávörp fluttu H. A. Bergmann yfirréttardómari og séra E. H. Fafnis kirkjufélagsforseti. Ágúst—Hjalti Pálsson, sonur Páls Zóphóníassonar al- þingismanns og Guðrúnar Hannesdóttur konu hans í Reykjavík, lauk, fullnaðarprófi í landbúnaðarverkfræði við Iowa State College, Ames, Iowa, með hárri einkunn. 10. sept.—Hélt Snjólaug Sigurdson píanó-leikari hlóm- leika í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, að tilhlutun Ice- landic Canadian Club, og hlaut góða dóma fyrir fram- mistöðu sína; hún stundar framhaldsnám í New York. Sept.—Samkvæmt blaðafregnum, hafði Hjörvarður Ámason listfræðingur, sonur Sveinbjörns Árnasonar (lát- inn fyrir allmörgum árum) og Maríu konu hans í Winni- peg, nýlega verið skipaður prófessor við nýstofnaða list- fræðideild við ríkisháskólann í Minnesota og formaður hennar; er hann maður víðmenntaður í þeim fræðum og hafði áður kennt þau á ýmsum öðmm Bandaríkjaháskól- um. Sept—Frank Thorólfson, sonur Mr. og Mrs. Halldórs Thorólfson í Winnipeg, sem stundað hefir framhaldsnám í hljómlist við Chicago Musical Colleg, Chicago, 111., hlýt- ur Oliver Ditson námsstyrkinn, að upphæð $1000., til frekara náms í þeirri grein. Sept.—Jóns Ólafsson stáliðnaðar-verkfræðingur, sem um 30 ára skeið hafði gegnt hárri ábyrgðarstöðu hjá Vul- can Iron Works stáliðnaðar-fyrirtækinu í Winnipeg, lætur af því starfi; hann hefir getið sér mikinn orðstír fyrir uppfundningar í fræðigrein sinni og samið merkar vís- indalegar ritgerðir um hana. 17. sept.—Átti Páll S. Pálsson, skáld og leikari í Win- nipeg, 65 ára afmæli. Jafnfi-amt því að skipa vel sess sinn

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.