Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 78

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 78
78 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: í hópi vestur-islenzkra skálda, hefir hann tekið mikinn þátt í félagslegri starfsemi landa sinna vestan hafs og meðal annars ámm saman átt sæti í stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins. 26.—Forsætisráðherra Canada, W.L.Mackenzie King, kunngerir í canadiska útvarpinu, að Canada og ísland hafi ákveðið að skiftast á sendiherrum, og verði dr. Thor Thors, sendiherra Islands í Washington, jafnframt fyrstur íslenzkur sendiherra í Ottawa. Okt.—Tilkynnt um þær mundir, að Danakonungur hafi sæmt G. L. Jóhannson, ræðismann fslands og Dan- merkur í Sléttu-fylkjunum þrem, dönsku frelsisorðunni í viðurkenningarskyni fyrir starf hans í þágu Danmerkur á hernámsárunum. 15. okt,—H. A. Bergmann, dómari í yfirrétti Mani- tobafylkis, kjörinn heiðursdoktor í lögum við Manitoba- háskóla, er hann hafði, meðal annars, um langt skeið átt sæti í háskólaráði og verið forseti þess. (Smbr. Almanak síðasta árs, bls. 82). 22. okt.—Við bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg var Victor B. Anderson prentari endurkosinn í bæjarstjórn og séra Philip M. Pétursson í skólaráð borgarinnar. Okt.—Á því hausti voru dr. Stefán Einarsson, prófessor í norrænum fræðum við Johns Hopkins háskólann í Balti- mofe, Maryland, og dr. Bichard Beck prófessor, kosnir aðstoðarritstjórar fræðiritsins “Scandinavian Studies” í Bandaríkjunum. Nóv.—Um það leyti var listamaðurinn Charles Thor- son kosinn heiðursfélagi í bókmenntafélaginu Intema- tional Mark Twain Society í Bandaríkjunum í viðurkenn- ingarskyni fyrir sérstæða barnabók, prýdda teikiningum eftir sjálfan hann, sem hann hafði nýlega samið.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.