Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 81

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 81
ALMANAK 81 NÓVEMBER 1946 10. Jóhanna Soffia Thorvvald skáldkona, ekkja Þorvaldar Gunn- arssonar Thorwald, að heimili sínu í Stillwater,Minn. Fædd að Valdalæk á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu 16. ágúst 1861. Foreldrar: Jóhannes Sveinsson og Margrét Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf með manni sínum til Canada aldamótaárið, en eftir stutta d\öl þar suður til Stillwater. Sumt af skáldskap hennar birtist i vestur-islenzku vikublöðunum. 12. Öldungurinn Árni Árnason, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fæddur 18. apríl 1863 á Espihóli í Eyjarfjarðarsýslu. Foreldrar: Árni Thorsteinson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Hafði verið búsettur i Canada í 33 ár, lengstum í grennd við Leslie, Sask. 15. Bjarni Ólafsson, fiskiútvegsmaður frá Selkirk, druknaði í Win- nipegvatni. Fæddur á Sauðarkróki 12. sept. 1903, sonur Hin- riks Árnasonar og Kristínar Bjarnadóttur Ólafssonar. Kom vestur um haf 1909 til móður sinnar, og voru þau framan af árum búsett í Arborg, en síðan 1921 í Selkirk, Man. 21. Jónína Guðjónsdóttir Thordarson, ekkja Inga Thordarson, að heimili sínu á Gimli, Man. Fædd 1878 í Kálfshaga í Arnes- sýslu. Foreldrar: Guðjón Jónsson og Rannveig Guðmunds- dóttir. Kom til Canada árið 1902. 22. Landnámsmaðurinn Tímóteus Guðmundsson, að heimili sínu i grennd við Elfros, Sask. Fæddur 10. júní 1867 á Litla Holti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Foreldrar: Guðmundur Hann- esson og Anna Brandsdóttir. Fluttist til Vesturheims tvítugur að aldri. Þau hjón (Þorbjörg kona hans dó í janúar 1945) bjug- gu fyrst í N. Dakota, fluttu til Brown-byggðarinnar í Mani- toba 1901, en námu sex árum siðan land í Vatnabyggðum skammt frá Elfros. 25. Öldungurinn Haraldur Sigurðsson Hólm, að heimili dóttur sinnar, Mrs. W. S. Eyjólfson að Víðir, Man. Fæddur 14. maí 1857. Foreldrar: Sigurður Bárðarson og Arnbjörg Jónsdóttir á Æsustöðum í Eyjafirði. Um langt skeið bóndi í Viðirbyggð (Sjá landnámsþáttu Magnúsar Sigurðssonar frá Storð, Alm- anak, 1933.) 27. Laufey Eastman, kona Eiríks J. Eastman í grennd við Elfros, Sask., á sjúkrahúsinu í Saskatoon. Fædd að Hnausum, Man., 20. marz 1889. Forldrar: Baldvin Jónsson og Arnfríður Jóns- dóttir. DESEMBER 1946 11. Guðrún (Rúna) Pauline Magnússon, frá Keewatin, Ont., á sjúkrahúsinu í Kenora. Sextíu ára að aldri, fædd á Islandi; giftist eftirlifandi manni sínum, Samuel Magnússon, í júní 1906, stuttu eftir að hún fluttist vestur um haf. Hafa verið

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.