Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 83
ALMANAK
83
Margrét kona hans. Flutti vestur um haf með manni sínum,
er ættaður var úr Skagafirði, árið 1887, og bjuggu framan af
árum í Þingvalla-nýlendunni í Saskatchewan, en síðan nálega
30 ár í grennd við Langruth.
9. Kristín Gunnarsson, kona Ólafs Gunnarsson, á elliheimilinu
“Betel” að Gimli, Man. Fædd 1. ágúst 1861 í Hraungerðis-
sókn í Árnessýslu; kom til Canada árið 1887 með foreldrum
sínum, Magnúsi Einarssyni og Ragnhildi Magnúsdóttur. Krist-
in og Ólafur voru um langt skeið búsett í Þingvalla-nýlendunni
í Saskatchewan.
11. Ásgrímur Halldórsson, frá Oak Point, á sjúkrahúsi að Eriks-
dale, Man. Fæddur í grennd við Hallson, N. Dak., 2. júlí 1881.
Foreldrar: Jónas Halldórsson, fyrrum bóndi að Öngulsstöðum
í Eyjafirði, og Jóhanna Jónsdóttir. Ilafði um langt skeið átt
heima í Grunnavatns-byggð og á þeim slóðum.
15. Kristín Thorsteinsson, að heimili dóttur sinnar í Winnipeg.
Fædd 14. sept. 1865 í Markúsarseli í Suðursveit.
21. Jón Magnús Jónsson myndhöggvari, að heimili sínu í bænum
Bloomsfield Hills, í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Fæddur
í grennd við Upham, N. Dak., 18. des. 1893. Foreldrar: Stefán
Jónsson frá Einfætingsgili í Bitruhreppi í Strandasýslu og
Hólmfríður Hansdóttir Hjaltalín frá Litla Hrauni í Hnappa-
dalssýslu (bæði látin fyrir nokkrum árum). Viðmenntaður lista-
maður, sem getið hafði sér mikið orð fyrir höggmyndir sínar.
Meðal systkina hans eru Anna kennslukona í New York og
Sigurður Hjaltalín raffræðingur í Union, New Jersey.
23. María Benjamínsdóttir Daníelson, ekkja Daníels Daníelson
landnámsmanns, að Gimli, Man. Fædd að Ægissíðu á Vatns-
nesi í Húnavatnssýslu 5. maí 1862. Foreldrar: Benjamin Guð-
mundsson, bóndi á Másstöðum i Vatnsdal og siðar á Ægissíðu,
og seinni kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Fluttist vest-
ur um haf til Nýja-íslands með manni sínum 1887.
23. Landnámsmaðurinn Jóhann Gunnlaugur Stephanson, að heim-
ili sínu í Selkirk, Man. Fæddur að Auðnum í Svartárdal í
Eyjafjarðarsýslu 8. ágúst 1871. Foreldrar: Stefán Jónsson og
Ingibjörg Jóhannsdóttir, bæði ættuð úr Svarfaðardal. Fluttist
til Vesturheims 1883; stundaði framan af árum fiskiveiðar á
vötnum í Manitoba, nam land í grennd við Kandahar, Sask.,
1905 og var búsettur þar í nálega 40 ár. Forystumaður í kirkju-
og sveitamálum.
25. Christian Jónasson Samson, lögfræðingur, að heimili sínu í
Raymore, Sask. Fæddur 11. sept. 1886 á Seyðisfirði. Foreldrar:
Jónas Samson og Katrín Ásmundsdóttir og fluttist hann með
þeim vestur urn haf til N. Dak. fjögra ára að aldri. Útskrifað-
ist í lögum frá ríkisháskólanum í N. Dak. í Grand Forks 1911;
var í nokkur ár lögfræðingur í Lakota, N. Dak., en í Raymore