Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 88

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 88
88 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: MAl 1947 1. Jónas Jónasson, að heimili sínu að Gimli, Man. Fæddur í Kelowna, B.C., 9. okt. 1894. Foreldrar: Einar læknir Jónasson og Jónína kona hans. Ólst upp að Gimli og hafði lengstum verið búsettur þar. 2. Árni Vopni, að heimili sínu í Winnipeg, sextugur að aldri, sonur Ólafs Vopna (nú látinn), bróður Jóns Vopna og þeirra systkina. 3. Isleifur Helgason, einn af frumbyggjum Árnesbyggðar, á heimili sínu í grennd \'ið Prince Rupert, B. C. 6. Einar Guðmundur Jónsson, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fæddur að Arnarbæli í Árnessýslu 19. maí 1852. For- eldrar: Séra Guðmundur Jónsson og Guðrún Pétursdóttir. Hafði um langt skeið verið búsettur í Þingvallanýlendunni, en r'istmaður á “Betel” síðan 1929. 17. Pétur Bjarnason Peterson landnámsmaður, að heimili sínu í Blaine, Wash. Fæddur 4. okt. 1882 í N. Dakota. Foreldrar: Bjarni Pétursson Guðmundssonar á Rangárlóni í Jökuldals- hreppi og Þóra Sigríður Jónsdóttir, ættuð úr Núpasveit í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, er síðast bjuggu í Blaine, látin fyrir all- mörgum árum. Forystumaður í landbúnaðar- og samvinnu- málum. 21. Jónína Andrésson, ekkja Andrésar Andréssonar veggfóðrara, að heimili sínu í Winnipeg, 83 ára að aldri; fluttist vestur um haf af Austurlandi. 24. Bergþór S. Thorvarðson, fyrrum kaupmaður að Akra, á heimili dóttur sinnar í Cavalier, N. Dakota. Fæddur 3. júlí 1863 að Leikskálum í Haukadal í Dalasýslu, en fluttist til Vesturheims 1887. Var um mörg ár póstafgreiðslumaður að Akra. 25. Sesselja Guðmundsson, ekkja Guðmundar S. Guðmundsson að Árborg, á heimili dóttur sinnar þar í grennd, 61 árs að aldri, dóttir landnámshjónanna Tryggva Ingjaldsson og konu hans, er land námu í Framnesbyggð um aldamótin. 28. Bjarni Eyjólfsson búfræðingur, fyrrum að Langruth, Man., á heilsuhælinu í Ninette, Man. Fæddur 23. okt. 1883 að Lauga- vatni i Laugardalshreppi í Árnessýslu. Foreldrar: Eyjólfur Eyjólfsson og Ragnheiður Guðmundsdóttur. Fluttist vestur um haf 1910 og hafði um langt skeið verið búsettur að Langruth. Imaí—Guðrún Jónsdóttir Johnson,ekkjaSigurjónsJohnson,aðheim- ili sonar síns að Lundar, Man. Fædd í Skálholtstorfu í Árnes- sýslu 6. marz 1859. Foreldrar: Jón Guðmundsson og Vilborg Jónsdóttir. Kom vestur um haf 1886 og bjuggu þau hjón í grennd við Lundar nærri 40 ár. JÚNl 1947 2. Sigurbjörn (Barney) Eastman, að heimili sínu í grennd við

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.