Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 89

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 89
ALMANAK 89 Hallson, N. Dakota. Fæddur 11. júní 1876 að Austurdal í Seyðisfirði. Fluttist til Vesturheims 10 ára að aldri og hafði síðan verið búsettur í íslenzku byggðunum að Svold og Hall- son. 3. Kristjana Eyjólfsson, ekkja Þorsteins Eyjólfsson, að heimili dóttur sinnar í Prince Rupert, B.C., 75 ára að aldri. Þau hjón bjuggu fyrst í nágrenni Hensel, N. Dakota, og síðan árum saman eftir aldamótin í grennd við Lundar, Man. 4. Prófessor Thomas Thorleifsson, að heimili sínu í Grand Forks, N. Dakota. Fæddur að Garðar, N. Dak., 6. sept. 1905, sonur Gamalíels Thorleifsson og Katrínar Tómasdóttur. Hafði verið kennari í verzlunarfræði við ríkisháskólann í Norður-Dakota (University of North Dakota) síðan 1937, en það ár útskrif- aðist hann þaðan og lauk jrar meistaraprófi 1940. 6. Einar Jóhannesson smiður, að heimili systur sinnar í Selkirk, Man. Fæddur 4. nóv. 1865 að Sultum í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Jóhannes Einarsson og Þóra Einars- dóttir. Fluttist vestur um haf með foreldrum sinum 1905 og settist þá þegar að í Selkirk. 11. Landnámskonan Guðrún Gíslason, að heimili sona sinna í Los Angeles, Calif. Fædd 1871 í Húnavatnssýslu, kom vestur um haf með foreldrum sínum fimm ára gömul; hafði verið búsett í jrrjátíu ár í íslenzku byggðinni í grennd við Mountain, N. Dakota. 13. Marinó Kristinn Emilson, úr Haylands-byggðinni í Manitoba, af slysförum á þeim slóðum. Fæddur í grennd við Akureyri 4. febr. 1925. Foreldrar: Gísli og Sigríður Emilson. Fluttist tveggja ára gamall með þeim til Canada. 14. María Einarsson, ekkja Sigurðar Einarsson, á heimili dóttur sinnar að Gimli, Man. Fædd þar 18. jan. 1880. Foreldrar: Jóhann V. Jónsson frá Torfufelli í Eyjafjarðarsýslu og Sigríður Ólafsdóttir frá Gilsá i Eyjafirði, er voru í landnemahópnum, sem til Gimli kom haustið 1875. 18. Guðrún Grey, kona Harvey L. Grey, að heimili sínu í Cal- gary, Alberta., dóttir Alberts C. Johnson, fyrrum ræðismanns, og Elizabetar Johnson í Winnipeg. Meðal systkina hennar er dr. A. V. Johnson tannlæknir þar í borg. 22. Helga Jóhannesson, að Lundar, Man. Hafði um mörg ár verið búsett í Piney, Man. Júlí 1947 1- Jóhanna Þorbjörg Elíasdóttir, á heimili dóttur sinnar að Gimli, Man. Fædd 3. sept. 1850 á Efstasamtúni í Glæsibæjarðarsýslu. Foreldrar: Elías Halfdánarson úr Húnavatnsýslu og Karin Hansdóttir Buck. Kom til Canada um aldamótin og átti lengst af heima í Winnipeg. 5- Þórarinn Albert Einarsson, á heimili sínu að Lundar, Man.,

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.