Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 90
90
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
73 ára að aldri. Fæddur á Seyðisfirði og kom ungur að aldri
til Vesturheims. Búsettur í Grunnavatnsbyggð um 20 ár og
síðar nærri aldarfjórðung að Lundar.
7. Guðrún Snjólaug Hermanson, ekkja Hermanns Guðmundsson-
ar Hermanson, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd á Birnufelli
í Fellum í Norður-Múlasýslu 6. maí 1867. Foreldrar: Jón
Eiríksson og Guðný Magnúsdóttir Bergssonar hins ríka á
Ormsstöðum í Fellum. Fluttist 1879 vestur um haf með for-
eldrum sínum til Nova Scotia, en þrem árum síðar til Winni-
peg. Hafði átt heima á ýmsum stöðum í Manitoba, en lengst
í Selkirk og Nýja-lslandi.
13. Prófessor Halldór Gíslason, að heimili sínu í Minneapolis,
Minn. Fæddur á Haukstöðum í Vopnafirði 12. ágúst 1875, en
fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1879. Um langt
skeið prófessor í mælskufræði við ríkisháskólann í Minnesota
(University of Minnesota). Sjá minningargrein um hann í þess-
um árgangi Almanaksins.
13. Walter Hallgrímsson frá Milton, á sjúkrahúsi í Grafton, N.
Dakota. Fæddur 28. nóv. 1892, sonur Hallgríms og Jóhönnu
Hallgrímsson, fyrsta barn af íslenzku foreldri, sem fæddist í
Cavalier-héraði í N. Dakota. Áhugamaður um félagsmál.
16. Þorvaldur Jónsson Revkdal, frá Lundar, að heimili dóttur sin-
nar i Winnipeg. Fæddur á Síðumúla i Hvítársíðu í Borgar-
firði syðra 19. sept. 1864. Foreldrar: Jón Þorvaldsson frá
Stóra-Kroppi í Reykholtsdal og Helga Jónsdóttir frá Deildar-
tungu. Fluttist til Vesturheims 1887, fyrst til New Jersey í
Bandaríkjunum um 10 ára skeið, síðan til Winnipeg, en hafði
um langt skeið verið búsettur að Lundar.
18. Björn Ingvar Sig\aldason, landnámsmaður frá Árborg, á heils-
uhæli í St. Boniface, Man. Fæddur 14. apríl 1878 á Auðunar-
stöðum í Víðidal í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Sigvaldi Jó-
hannesson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Fluttist vestur um haf
með foreldrum sínum fimm ára gamall til Nýja-íslands, nam
þar land 1903 og hafði síðan verið búsettur á þeim slóðum.
Forystumaður í sveitarmálum, átti í aldarfjórðung sæti í skóla-
ráði og var oddviti Bifrastar-sveitar allmörg ár.
27. Sigurður Sigurðsson, frá Lundar, á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg. Fæddur þar í borg 11. nóv. 1886. Foreldrar: Svein-
björn Sigurðsson frá Húsavík og Eiríkka Einarsdóttir af Seyð-
isfirði. Fluttist barnungur í Grunnavatnsbyggð og átti þar
heima yfir 30 ár, en síðan að Lundar.
ÁGÚST 1947
1. Öldungurinn Sigtryggur Jóhannson, á Almenna sjúkrahúsinu
í Innisfail, Alberta. Fæddur 16. ágúst 1863 í Aðal-Reykjadal
í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Jóhann Halldórsson frá
Glaumbæ og Halldóra Gunnarsdóttir í Skógaseli. Kom til