Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 90

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Síða 90
90 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: 73 ára að aldri. Fæddur á Seyðisfirði og kom ungur að aldri til Vesturheims. Búsettur í Grunnavatnsbyggð um 20 ár og síðar nærri aldarfjórðung að Lundar. 7. Guðrún Snjólaug Hermanson, ekkja Hermanns Guðmundsson- ar Hermanson, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd á Birnufelli í Fellum í Norður-Múlasýslu 6. maí 1867. Foreldrar: Jón Eiríksson og Guðný Magnúsdóttir Bergssonar hins ríka á Ormsstöðum í Fellum. Fluttist 1879 vestur um haf með for- eldrum sínum til Nova Scotia, en þrem árum síðar til Winni- peg. Hafði átt heima á ýmsum stöðum í Manitoba, en lengst í Selkirk og Nýja-lslandi. 13. Prófessor Halldór Gíslason, að heimili sínu í Minneapolis, Minn. Fæddur á Haukstöðum í Vopnafirði 12. ágúst 1875, en fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1879. Um langt skeið prófessor í mælskufræði við ríkisháskólann í Minnesota (University of Minnesota). Sjá minningargrein um hann í þess- um árgangi Almanaksins. 13. Walter Hallgrímsson frá Milton, á sjúkrahúsi í Grafton, N. Dakota. Fæddur 28. nóv. 1892, sonur Hallgríms og Jóhönnu Hallgrímsson, fyrsta barn af íslenzku foreldri, sem fæddist í Cavalier-héraði í N. Dakota. Áhugamaður um félagsmál. 16. Þorvaldur Jónsson Revkdal, frá Lundar, að heimili dóttur sin- nar i Winnipeg. Fæddur á Síðumúla i Hvítársíðu í Borgar- firði syðra 19. sept. 1864. Foreldrar: Jón Þorvaldsson frá Stóra-Kroppi í Reykholtsdal og Helga Jónsdóttir frá Deildar- tungu. Fluttist til Vesturheims 1887, fyrst til New Jersey í Bandaríkjunum um 10 ára skeið, síðan til Winnipeg, en hafði um langt skeið verið búsettur að Lundar. 18. Björn Ingvar Sig\aldason, landnámsmaður frá Árborg, á heils- uhæli í St. Boniface, Man. Fæddur 14. apríl 1878 á Auðunar- stöðum í Víðidal í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Sigvaldi Jó- hannesson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum fimm ára gamall til Nýja-íslands, nam þar land 1903 og hafði síðan verið búsettur á þeim slóðum. Forystumaður í sveitarmálum, átti í aldarfjórðung sæti í skóla- ráði og var oddviti Bifrastar-sveitar allmörg ár. 27. Sigurður Sigurðsson, frá Lundar, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fæddur þar í borg 11. nóv. 1886. Foreldrar: Svein- björn Sigurðsson frá Húsavík og Eiríkka Einarsdóttir af Seyð- isfirði. Fluttist barnungur í Grunnavatnsbyggð og átti þar heima yfir 30 ár, en síðan að Lundar. ÁGÚST 1947 1. Öldungurinn Sigtryggur Jóhannson, á Almenna sjúkrahúsinu í Innisfail, Alberta. Fæddur 16. ágúst 1863 í Aðal-Reykjadal í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Jóhann Halldórsson frá Glaumbæ og Halldóra Gunnarsdóttir í Skógaseli. Kom til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.