Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 94

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 94
94 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: hans, Gísli og Jónína Johnson, um mörg ár, en fluttust síðar vestur á Kyrrahafsströnd. 6. Erika Thorláksson, ekkja séra Steingrims N. Torláksson, í Seattle, Wash., 89 ára að aldri. Fædd í Noregi af merkum ættum og hét skírnarnafni Erika Rynning. Giftist manni sínum í Minneapolis 1888 og starfaði síðan, nærri óslitið, ásamt hon- um meðal fslendinga í Minnesota, N. Dakota og Manitoba fram á síðustu ár. 7. Stefán Haraldur Bergson, af slysförum, á Almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg, 57 ára að aldri. Foreldrar: Jón og Margrét Bergson. Hafði mestan hluta ævinnar átt heima í Winnipeg. 8. Þorsteinn Jósep Guttormsson, bóndi í Geysirbyggð í Nýja- fslandi, á sjúkrahúsinu að Gimli, Man. Fæddur í Krossavík í Vopnafirði 16. maí 1871. Foreldrar: Guttormur Þorsteinsson og Birgitta Jósepsdóttir. Meðal bræðra hans eru séra Gutt- ormur í Minneota, Minn., og Stefán landmælingamaður í Winnipeg. 12. Kristín Helgason, ekkja Ólafs Flelgason, á heimili sínu í Mik- ley, Man., 59 ára að aldri. Hún kom vestur um haf með for- eldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni og Guðrúnu Ólafs- dóttur, árs gömul til Mikleyjar, og átti þar heima jafnan síðan. 16. Kristín Jónasson, að heimili sínu í Víðirbyggð í Nýja-fslandi Fædd 30. maí 1887 í Hnausabyggð á landnámsheimili for- eldra hennar, Jóhannesar Jónasson og Höllu Jónsdóttur.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.