Afturelding - 01.03.1967, Page 31

Afturelding - 01.03.1967, Page 31
Flugmaðurinn, sem bjargaðist Sú athyglisverða frásaga, sem liér verður sögð, stóð á áberandi stað í ameríska stórblaðimi „New York Tribune“, fyrir nokkru síðan. Frásagan er bæði svo stutt og athyglisverð, að hún þreytir engan að lesa bana til enda. Flugmaðurinn Clarence Sandford gengdi flug- þjónustu í xjarlægri heimsálfu. Dag einn, er hann var á flugi við skyldustörf sín, heyrði hann að vélbilun var orðin í flugvélinni. Hann átti engan annan kost, en að lenda á vatninu, sem liann var að fljúga yfir, er bilunin varð. Flugvélin sökk undir eins, svo að hann komst með naumindum út úr henni. Þetta var allmikið vatn og langt til strandarinnar. Flugmaðurinn tók nú að þreyta sundið í lítilli von um það, að hann mundi ná ströndinni. Endanlcga náði hann þó til lands. Þá var hann svo örþreyttur orðinn, að liann svimaði svo mikið og gat ekki risið á fætur. Hann skreið að- eins upp úr vatninu og óðar en varði féll svefn- dvali yfir hann. Þegar hann vaknaði aftur, stóðu tveir innfæddir yfir honum og beindu að honum hvössu spjótinu, sem þeir höfðu handa á milli. Á mjög lélegri ensku spurðu þeir: — Ert þú Japani? — Nei, svaraði flugmaðurinn. í sömu andrá tók annar þeirra eftir því, að ílugmaðurinn bar lítinn, blikandi gullkross á festi um hálsinn. Hinn innfæddi horfði með óttablandinni at- hygli á krossinn og spurði: — Ert þú Jesús? — Já, ég er Jesú-maður, svaraði flugmaðurinn. Þá brostu innfæddu mennirnir svo að dökk and- lit þeirra ljómuðu, og þeir fóru að benda upp til himins. Nú gengu þeir að flugmanninum, reistu hann á fætur og leiddu hann svo af stað á milli sín. Þeir fóru yfir einn fjallstoppinn af öðrum, nið- ur í dali, yfir ár og fljót, gegnum þykka skóga. Þeir gengu í marga, marga daga og að endingu réru þeir á litlum báti í marga daga. Að síðustu komu þeir þar að, sem voru nokkur hvítmáluð hús. Það var kristniboðsstöð. Hér var tekið á móti flugmanninum. Trúboð- arnir voru sannfærðir um að það var krossinn, sem bjargaði lífi flugmannsins. Jesús sagði rétt fyrir dauða sinn: „En er ég verð hafinn frá jörðu mun ég draga alla til mín“ (Jóh. 12,32). — Sjá athygli litlu stúlkunnar á með- fylgjandi mynd. Hvert horfir hún? Hvert horfir þú, sem lest þessar línur? 31

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.