Afturelding - 01.03.1967, Side 32

Afturelding - 01.03.1967, Side 32
Oddvar Nilsen: Menn sem mörkuðu spor I. Dwight Lyman Moody er áreið'anlega einn af mestu vakningartrúboðum, sem lifað hafa. Það er talið, að liin volduga vakning, sem brauzt út um árið 1875, sé ein hin mesta sem um getur. Margir álíta það mestu vakningu sögunnar. Allir söfnuð- ir komust að einhverju leyti í snertingu við hana og um það bil 31/£ miljón manna bættist við bina ýmissu söfnuði. Áhrif af starfi Moody dóu ekki út, er hann lagði niður pílagrímsstafinn með þessum þekktu orðum: „.förðin hverfur og himinninn opnast. Guð kallar á mig!” Það er oft vitnað til Moody nú til dags, og einnig til liins ritaða máls, er hann lét eftir sig, og hin mikla Moody- biblíustofnun í Chicago talar enn máli hans þótt dauður sé. Dwight L. Moody snerizt til Guðs sem ungur maður. Það var frændi hans, sunnudagaskólakenn- ari, Edward Kimball, sem leiddi hann til Drottins. Það gerðist í liorni skóbúðar einnar í Boston, en Moody var afgreiðslumaður þar. Leið nú ekki á löngu þar til hinn ungi nýfrelsaði piltur varð virkur þátttakandi í þjónustu Meistara síns. Hann hafði ekki mikla þekkingu, en brennandi áhuga vantaði ekki, og Guð notaði hann til að vinna aörar sálir fyrir himininn. Fljótlega komu í ljós hjá Moody óvenjulegir prédiktmarhæfileikar. Hann var mjög alþýðlegur í framkomu, og styrkur hans í boðun Orðsins var í einfaldleikanum. Hann gat verið hirðulítill í meðferð málsins, svo að sumum fannst nóg um. Sagan segir, að Spurgeon hafi sagt um hann: „Moody er sá eini sem ég veit um, er ber fram Jerúsalem í tveim atkvæðum”. En leyndardómurinn fyrir því að boðun hans var svo kröftug, var vafalaust að þakka hinni öruggu trú hans á Guð, og hinu innilega bænalífi og trú á Biblíuna. Fjöldinn safnaðist að ræðustóli hans, einkum og sér í lagi eftir að söngvarinn Ira D. Sankey gerðist samstarfsmaður hans. Fjöldi manns fékk þá að reyna hjálpræði Guð’s í lífi sínu. Mönnum er sjaldnast gefið að skynja dýptina í ráðsályktun Guðs. En eitt er víst, að sá maður sem Guð notaði á þessum atburðaríku dögum, var sá maður sem hafði vígt líf sitt og helgað hinu mikla hlutverki, að vinna allt fyrir Krist. í byrjun starfs síns heyrði Moody Henrey Varley segja eitt sinn: „Heimurinn á enn eftir að sjá, hvað Guð getur gert og vill gera við og í gegnum þann mann, sem er algerlega vígður Guði.” Þegar hinn ungi Moody lieyrði þessi hvalningarorð, sagði hann: „Ég vil gera mitt ýtrasta til þess að verða þessi maður.” Þetta varð Dwight L. Moodys eilífðar augnablik. Við þetta urðu gagnger umskipti á högum hans. í merkum ræðum hefur verið talað um það, sem Henrey Varley sagði í hinni innihaldsríku setningu, en skýrasta dæmið er líf Moody sjálfs. Hann þorði að taka heilaga ákvörðun, og Guð var með honum og hjápaði honum til þess að vera trúr hinni heilögu köllun. Það leiddi til þess að líf hans hvíldi algerlega í hendi Guðs, og var alla tírna opið fyrir krafti og blessun Drottins. Það var fram- kvæmd í verki lil að þjóna því sjónarmiði að vinna sem allra flesta menn fyrir Guð. Moody fékk að sjá þá ávexti af lífi sínu, að fjömargir sterkir persónuleikar beygðu kné sín fyrir Kristi, sem Meistara sínum. Síðar meir urðu margir þeirra alkunnir máttarstólpar í verki Guðs. Árið 1886 safnaði Moody saman 250 stúdentum til bæna og til þess að lesa og rannsaka Bíblíuna í heimili sínu í Northfield. Þar báðu þeir Guð að senda 1000 trúaða stúdenta til heiðingja-trúboðs og bænin varð heyrð. Þessi bæn sýnir hve Moody 32

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.