Fróði - 01.05.1913, Side 7

Fróði - 01.05.1913, Side 7
FRÓÐI 263 Þeir gengu að starfi sfnu krókalaust. Clark krafðist skilmálalausr- ar uppgjafar. Hamilton neitaði. Þeir kjrttu um málið um hrfð. Hclm reyndi að miðla málum, eins og hann jafnan vildi gera. Clark setti harðlega ofan í við hann fyrir það tiltæki og minti hann óvægilega á, að hann væri að eins fangi mcð útgöngu leyfi, og hefði ekkert að segja f máli þessu. “Jeg leysi hann af varðhaldi”, greip Hamilton fram f. ‘‘Mjer er þökk á, að herra Helm taki þátt f umræðum okkar”. “Og jeg banna honum, að taka á móti boði yðar”, svaraði Clark einarðlega og ákveðið. “Herra Helm, þjer farið aftur til virkisins með herra Hamilton og dveljið þar sem fangi, þangað ti) að jeg frelsa yður mcð valdi. Þangað til skipa jeg yður að steinþegja”. Sjera Beret st«ið þögull með auðmýktarsvip miklum fyrir alt- arinu, og var ekki að sjá, að hann Ijeti umræður þessar til sín taka. Samt tók hann vel eftir hverju orði, sem talað var. En lágt tautaði hann fyrir munni sjer á latfnu-máli þessi orð: “hver eyru hefir að heyra, hann heyri”, og var ekki laust við bros á vörum hans. Hamilton stóð upp og bjóst til brottfarar. Þreytusvipur var á andliti hans. Þegar út var komið, sncri hann sjer hvatlega að Clark og sagði: “Hví heimtið þjer það af mjer, sem ómögulegt er að upp- fylla?” “Það skal jeg segja yður”, svaraði Clark, og var enga mis- kunn að heyra í raustinni. “Mjer er kærara, að þjer neitið. Jeg þrái ekkert fremur, en að þjer knýjið mig til, að framkvæma fu!l- komna hefnd og hegning á hverjum einasta manni f þessu virki, sem hefir gert sjer að atvinnu, að leigja villimenn til þess, að höfuðfletta djarfa, heiðarlega og saklausa ættjarðar vini, varnar-

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.