Fróði - 01.05.1913, Síða 10

Fróði - 01.05.1913, Síða 10
2 66 FRÓÐI um Worthington og WiJliams til þcss, að fylgjast mcð Clarlc sjálfum, er nú tæki virkið í slnar hendur samkvæmt friðarsamn- ingi. Sól var hátt á lofti, er þessi hátíðlega athöfn skyldi fram fara. Til bcggja hliða við aðal-innganginn í virkið var hermönn- um fylkt undir stjórn þeirra Bowmans og McCarty og tóku Jieir til gæslu bresku hermennina, er nú gengu í röð úr virkinu. Að Jvf loknu gekk Hamilton og nokkrir deildarforingjar aftur í virkið og var því sfðan lokað ú hæla þeim. Clark ljet riú taka til undirbúnings undir þá miklu athöfn, að draga breska fánann niður á virkinu og hefja upp í stað hans hinn unga fána frelsisins, og skyldi þá hleypt af þrettán skotum frá virkinu ný-tekna. Fagnaðar-glampi ljek um kringlótta andlitið á Hclm. Hann dirföist samt ekki að mæla orð frá munni, því Clark var nú harður á brún og alvarlegur. Helm varð að láta sjcr nægja með að brosa og tönla tóbakstugguna sfna, Hamilton og Farnsworth, er bar handlegg í fatli, stóðu sjer spölkorn frá mönnum sínum, meðan hátíðahaldið yfir niðurlæging þeirra fór fram. Þeir voru súrir á svip. Fyrir utan virkið hófu Frakkar háreysti mikla. Þeir vissu hvað til stóð og gátu síst gætt hófs f gleði sinni, eins og Frökk- um er tftt, Hamilton heyrði læti þessi og hræddist þau, því honum þótti óvíst, að varðmönnunum tækist að halda fólki þessu í skefjuin. Ein Ijóns-rödd heyrðist þar gnæfa yfir allan hávaðann. Hún var Frökkum ekki ókunn — beljandi íöddin hans Gaspards Rous- sillons. Hann gekk berserks-gang til og frá, því vörður bannaði honum megindyrnar. “Þeir lokíi mig úti”, öskraði hann. “Mig, Gaspard Rous- sillon! Mig loka þeir, þessir smásveinar, úti“.

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.