Fróði - 01.05.1913, Page 14

Fróði - 01.05.1913, Page 14
270 FRÓÐI “Dragið fánann f fulla stöng! I>að er ekkert á móti þvf. Takið fánann og fáið leyfi stúlkunnar til þess, að draga hann upp”. Meðan hann var að tala orð þessi, Ieit hann á Beverley og sá, að hann var ekki sfður náfölur en Hamilton. Hann mintist þess á sömu svipan, að Beverley hafði á hergöngunni sagt honum frá ástum þeirra Alice. Hann skildi nú hvernig f öllu lá og lneif það á fjöruga fmyndunar-aflið hans, “Heyrðu! Beverley minn!” endurtök Clark. “Leitaðu leyfis ungu meyjarinnar til þess, að mega nota fánann hennar, við þetta hátfðlega taekifæri. Eða á jeg að gera það fyrir þig?” Kraftaverk gerðust engin á þessum dögum hreystinnar. Harða baráttan fyrir Iffinu vandi menn á, að taka hverju sem að höndurn bar með stilling og hugrekki. En raun sú, er nú bar Beverley að höndum, var alveg sjerstaks eðlis. Samt sem áður herti hann upp hugann og útlit hans breyttist á svipstundu, er hann sá Clark f þann veginn, að ganga til Alice. Honttm varð nú full-ljóst, að þar stóð Alice, fklædd lifandi holdi og blóði, fyrir aðdáunar augurn allra, er viðstaddir voru. Hann leit til hen'nar tindrandi ástar-augum og hjeit beint til hennar. Hún stóð betur að vfgi. Hún hafði fám stundum áður fengið að vita, að Bever- ley var í virkinu og hafði undirbúið sjálfa sig fyrir fund þeirra. En menn eru hvergi óhultir fyrir skeytum ástaguðsins. Þau Alice voru ekki eins utan við sig og Ilamilton, en þau gleymdu f þennan svipinn þvf, er Hamilton rnundi vel: að hundrað augu hermanna hvfldu á þeim, Hamilton hafði að gæta sóma sfns sem maður og e m b æ 11 i s m a ð u r og varð það ofraun. Oðru máli var að gegna fyrir þessar tvær ungu sálir, er þarna stóðu augliti til auglitis sem risnar u]rp frá dauðum. Fyrir sálarsjónum þeirra var enginn alheimur til; ekkert nema dýrðarljómi ástarinnar. Á þcssum vett\ angi rann upp fyrir þeim alt það, er þau höfðu

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.