Fróði - 01.05.1913, Blaðsíða 20
276
FRÓÐI
endileysu, og vita fyrirfram, að hver stundin og hv;r mínútan er
annari vervi og vitlausari,
Menn geta tamið viljann með þvf, að gjöra eitt eöur annað af
þeirri ástæðu einni, að þeim er það þvert um geð. Það hygg eg
að sje langbesta aðferðin. En ef að menn gjöra þetta og verða
leiknir í þessu, þá er það ekki lítils virði. Það er eins og menn
hafi þar höfuðstól, fjármagn, sem menn geti gripið til, þegar alt
annað bregst manni, þegar öll sund eru lokuð og allir vegir eru ó-
færir orðnir. Maður sá, sem hefir tamið vilja sinn þannig, verður
aldrei örþrifráða. En til þessa verður hann að hafa það hugfast,
að temja sjer það, sem honum er ógeðfelt. Og til þessa hefir
hann ótal tækifæri á hverjum einasta degi.
Þenna manti er mjug erfitt að kúga eður beygja, vilji hans er
orðinn svo sterkur, að hann lætur ekki beygjast fyrir utanaðkom-
andi áhrifuro. Það eru þvf allar líkur til þess, að honum heppnist
fyrirtæki sín og áform miklu betur en hinum, sem t. d. aldrei get-
ur látið neitt á móti sjer. Og að komabörnum upp á það, að láta
alt eftir þeim, sem þau heimta eða biðja um, er hið versta verk
og heimskulegasta, sem nokkur maður getur hugsað sjer. Það er
að eyðileggja ókomna framtíð þeirra, og .gjöra þau að aumingjum
og vandræðamönnum. Þú verður þvf að venja þig á það, að segja
NEI við sjálfan þig. Ef þú ekki getur það, þá eru allar lfkur til
að þú verðir óhamingjusamur aumingi, og því meira, sem lengur
líður.
Venjuntnr eru slóðir þær, sem viljinn stikar eftir. Vana-
lega heldur hann þá leiðina, sem sljettust er og minst mótstaðan.
Og það er eins og með kýrnar, að þá götuna, sem hann einu sinni
hefir farið, vill hann fara aftur. Leggur út á hana spursmálslaust
og hugsunarlaust. Þess vegna er það, er menn vilja temja vilja
sinn á eitthvað, sem menn ætla að hann gjöri, að menn verða að