Fróði - 01.05.1913, Blaðsíða 24
28o
FRÓÐI
og lengur, og lækna sig með því af mesta fjölda af sjúkdómum.
Lækningin er í þvf fólgin að Iíkaminn h.reinsast og verður þá fær
um að lækna sig sjálfur. En af þvf þetta er svo einfalt og eðli-
legt, þá tiúa menn þvf ekki — ekki fjöldinn.
Jeg tek hjer ágrip af grein eftis A. Levantin, sem fastaði ný-
lega f 30 daga í Carnegie Nutrition I.aboratory í Cambridge,
Mass., U. S.
Hann gjörir mun á algjörðri föstu og föstu mcð vatni. V:ð
algjörða föstu smakka menn ekki einu sinni vatn, en ekki ræður
hann mönnum til þess, nema þeim sem vatnssjúkir sjeu. Þegar
svo sje ástatt, segir hann að menn verði að gjöra það, því að veik-
indin stafi af því að vatnið sje of mikið í iíkamanum. Vill hann
þvf láta menn vera án vatns nokkra daga um leið og menn hafni
allri annari fæðu.
Segir hann, að menn þurfi ekki að vera hræddir um, að þcir
deyji, þó að þcir hafi ekki vatnið, því að hann sje fulltrúa um það,
að menn geti að minsta kosti lifað 20 daga án nokkurrar fæðu og
nokkurs dropa af vatni, og þó miklu lengur, ef að menn drekki
vatn meðan þeir fasta. Tekur hann dæmi af hinum nafnkunna
Dr. Tanner, sem fastaði 40 daga og fjórtán fyrstu dagana al-
gjörðri föstu, svo að hann smakkaði hvorki valn nje nokkra
fæðutegund.
I þessari algjörðu föstu segir hann, að menn Ijettist þrefalt
fljótara en menn gjöri, ef þeir neyta vatns í föstunni. Það stytti
því föstuna sem þessu svarar. Og þeir, sem fasta tilþess að tapa
holdum, ættu þvf að gjöra það altjend 3 eða 4 fyrstu dagana. En
þess er gætandi, að fastan verður harðari á manninum. Og svo
er vatnið gott til að losa allrahanda óhreinindi úr líkamanum.
Yfir höfuð hvetur Levantin menn til þess að rcyna að halda
öllum holum og göngum líkamans opnum, rreð böðum og þvotti