Fróði - 01.05.1913, Qupperneq 25
FRÓÐI
281
nð utan, stólpípum af hálfvolgu vatni og vatnsdrykkjum að innan,
þvf það þvoi út meltingafærin, sem sje svo ákaflega nauðsynlegt,
eins og Ifka allir ættu að sjá, að það er hálfu nauðsynlegra að þvo
sig að innan cn utau, og af þvf stafa sjúkdömarnir og kvillarnir,
að það er ekki gjfjrt.
Vilji menn losast við of mikil hold, þurfa menn ekki bein-
lfnis að fasta strangri föstu, heldur varast að neyta fæðu þeirrar,
senr fitu veldur, en burða heldur vöðvamyndandi fæðu. Ilann
tekur til dærnis, að menn mættu neyta hvftunnar úr 3—4 eggjum
á dag, sem menn skyldu hræra upp eða þeyta og blanda við vökv-
um úr tveimur Oranges, og gætu menn til smekkbætis bætt við
svo sem einni teskeið af hunangi. Varast skyldu menn hvftt,
fínt brauð, sykur, fitu, kandy eða “pies”. Og þegar menn væru
farnir að ljettast sem þeim þætti nóg, mættu þeir bæta við rauð-
unni úr eggjunum, dálitlu af smjeri eða góðrioifu, cinni eða tveim-
ur sneiðum af pressuðu (shraddcd) hveiti eða rnöluðu úr heilu.
En þjáist menn af miklum höfuðverkjum, ef að tungan er ó-
hrein, eða maður er drungalegur, þungur og fullur deyfðar og ó-
lundar, og ef að úrgangurinn cr harður, hnyklóttur og dökkur eða
svartur, þá þurfa menn að fasta algjörlcga og drekka þá ekki ann-
að en heitt lemonade, nokkur glös á dag.
Þegar menn eru þannig búnir að fasta algjörlega 12—15
daga, þá gcta menn hætt föstunni. En þá þurfci menn að fara
varlecja, þvf að þá er hættan að cta of mikið. Menn skyldu var-
ast að eta ekki nema eins og að framan cr sagt, hvftuna úr 3—4
eggjum á dag, með vökvanum úr 2 Oranges og smáborða þetta
teskcið og teskeið í einu. Eftir 2 eða 3 daga geta menn bætt
við rauðunni úr eggjunum smátt og smátt og dálitlu af ávöxtum,
salad, lettuce, spinat og tomatoes. Og þegar svo mánuður er
liðinn, þá munu ir.enn finna, að þeir eru orðnir að nýjum mönnum.