Fróði - 01.05.1913, Side 28

Fróði - 01.05.1913, Side 28
2§4- FRÓÐl Dálíiið um heyrnina. Menn segja vana1ega,að hljdðið berist í lofcinu. Þegar þrum- an ríður, þá heyrum vjer þetta þurtga, drynjandi hljóð, og vitum oft, að það kemur að langar leiðir, og þá er ekki nema eðlilegt, að vjer ætlum, að hljóðið berist f loftinu, og svo heyrum vjer þetta hljóð, þegar það kemur að eyranu. Sem dæmi þessa höfum vjer hið gamla orðtak.þegar kyrt og rólegt er á kvcildin stundum “það er hljóðbært loftið núna’’. En f rauninni er þetta alt saman vit- leysa, því að ekkert hljóð berst um loftið; það eru öldur sem ber- ast. Það fer titringur um loftið, en það er ekkert hljóð f þeim titringi iyrri, en að eyranu kemiir. Mönnum kann að finnast. þetta óskiljanlegt og ætla að það sje vitskcrtur maður, sem haldi þessu frarn, en það kemur af þvf, að menn þekkja ekki hluti þessa eins og margt annað, sem menn fmynda sjer, að þeir skilji. Öldur þessar koma af titringi loftsins og eru f sjálfu sjer hljóðlausar, en þegar þær snerta bumbuna f eyranu, þá fer hún að titra. Og enn þá er ekkert hjjóð. En við titring bumbunnar snertir hún smábeinin f eyranu, svo þau fara á stað og þau slá á lieyrnartaugarnar. — En enn þá er ekkert hljóð. — En heyrnar- taugarnar fiytja lireyfingar þessar lengra inn f heilann til þess staðar, þar sem miðpunktur heyrnarinnar er. Og þar lol<sins fer eitthvað það fram sem lætur oss hej’ra þetta, sem \’jer köllum hljóð. Þessar öldur eru þá komnar á skrifslofu h a n s, þessa hins dularfulla, sem stýrir eða stjórnar öllum þessum öflum eða atburðum, sem mennirnir enn þá eru langt frá að skilja. 'Enginn maður veit hvað þarna gjörist, veit það kannske ekki til enda heimsins. En þarna inhi í myrkrinu og hljóðleysmu cr það, að vjer aðgreinum orðin og atkvæðin og nóturnar og raddirnar og hljóðin. Og þarna einhverstaðar geymist þctta alt, svo að vjer dögum, mánuðum, árurn eða tugum ára seinna getum gripið til þessa, og ef vjer þá viljum syngja lögin, eða hafa upp orðin, eða setningarnar, eða hugmyndirnar, þá liggur það f augum uppi, að vjer, eða einhver, verður að leita þetta uppi, draga það upp úr fylgsnum djúpvitundarinnar, svo þarf það að sendast á stöðvar þær, sem stýra raddfærunurn, ef það eru tónar eða nótur, eða til stöðva þeirra, sem stýra fingrunum, ef vjer ætlcm að skrifa það niður; og einlægt þurfurn vjer að heyra það þarna inni, ef vjer eigum að geta sungið það, eða talað, eða skrifað.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.