Fróði - 01.05.1913, Side 51

Fróði - 01.05.1913, Side 51
FRÓÐI 307 I Pontremoli á Italíu, segir hann að 18 vetra stúlkur, og þar nm, beri á höfðinu : 30 kílós (nálægt 68 pundum); 12—14 ára drengir og stúlkur: 20 kflós (24 pund); en karlmenn 45 kílós(ioi pund), og þessar byrðar ber fólkið upp og niður bratta fjallvegu, I Karpathafjöllunum er það vanalega maðurinn, sem er áburð- arklárinn, þvf að vagnar sjást þar varla, og liestar og múlasnar ekki heldur. Og er þá helzt riðið. En þar telja menn, sem þekkja fólkið, að hinir pólsku cg ungversku bændur, sjeu ein- hverjir hinir hraustustu menn í heimi. Þeir eru mjög sparsamir, eta Iftið kjöt, en lifa aðallega á svörtu brauði, lauk, geicamjólk, garðmat og eggjum. Woodruff dómari f New York, þekti vel til Grikkja heima á Grikklandi, og dáist hann að þeim, segir að þeir sjeu fjörugir, lið- legir, ljettleikámenn miklir, snotrir og tígulegir í látbragði, gam- ansamir og kátir. Segir hann, að einn góður maður í Nýja Eng- landi, mundi eta á við 6 þeirra. En þó sje það furðanlegt hvaða vinnu þeir geti unnið, og hvaða byrðar þeir geti borið. Þá eru Indfánar í Mexfkó vanir við að bera 100—150 pund á baki sjer, eftir vondurn vegi alian daginn, og i námunmn eiu þeir látnir bera 250—380 pundi byrðar f 6 klukkustundir á degi h verjum. Á eyjunni St. Croix, eru burðarklárarnir undir kolapokunum æfinlega konur. Fjöldi manna htfir ritað um burðarkarlana f Miklagarði (Con- stantinópel), og skal hjer tekið eftir Sir William Fairburns. Segir hann að burðarkarlar þar, sjómenn og vatnsberar, sjeu menn best vaxnir og hraustlegastir allra, sem hann hafi sjeð í Norðurálfu. Þeir smakki þó ekki kjöt, en lifi á brauði, cucumbers, cherries, dates og öðrum ávöxtum. Hinir tyrknesku burðarkarlar vinna frá sólsruppkomu til sól-

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.