Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1960, Page 19

Muninn - 01.05.1960, Page 19
ÞU GOÐA STULKA í SPEGLI Þú leizt í spegil, lagðir seka hönd á lúið brjóst og sjálfs þín augum mættir. Hve fljótt var dauðaþreytt þín unga önd og óradjúpir þínir andlitsdrættir. Þú spurðist fyrir. Enginn efar það. Ef eitthvað mætti hugans öldur kyrra. Og þetta, sem þú leitar löngum að, er lítið barn, sem dó í hitteðfyrra. Þig dreymir liðna daga, ást og blóm, sem dísir vorsins stráðu á þína vegi. Þú hlýðir einn og hljóður á þinn dóm á heimsins mikla lokastefnudegi. Þó skamma stund þú skelfist eigin róm, mun skera brjóst þitt ólæknandi tregi. H. P. Þú góða stúlka þú ert eins og vængjalaus engill á flugi um óendanlegan draumaheim hugsjóna minna. Ég lít upp til þin á fluginu og bið blæinn að færa þér brennheitan koss minn og tjá þér með blíðri snertingu við yndislegt hörund þitt ofsalega ást mína. Ég er frávita af ást og hefi hvorki neytt svefns né matar dögum saman. Ef þú Iækkar ekki senn flugið og endurgeldur ást mína með ástríðufullum kossum, þá sæki ég haglabyssuna mína og skýt þig — eins og kráku. H. S. MUNINN 91

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.