Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1960, Page 30

Muninn - 01.05.1960, Page 30
LOK Gott fólk. Með þessu blaði lýkur enn einum ár- gangi Munins. Ekki veit ég, hvort einhver fengur er að honum í sjálfu sér, en hann er þó alltaf hlekkur í keðju, sem illt væri, ef rofnaði. Ef þráðurinn rofnar einu sinni, er erfiðara að taka hann upp aftur. Og ég held, að skólinn væri þrátt fyrir allt ógn mikið snauðari, ef hann hefði ekki blaðið. Þótt oft sé erfitt að koma auga á mikið nýtilegt, þegar því er flett, þá er það trú mín, að sumir þeir. sem ritað hafa í blaðið bæði fyrr og nú og hafið þar sinn ritferil, muni, er tímar líða, láta frá sér fara þær ritsmíðar, senr nokkur slægur verði í. Ef til vill er þar sáð þeim frækornum, er bera munu ríkulegan ávöxt. Og hafa ekki margar höf- uð-skepnur íslenzkrar skáldlistar einmitt birt sínar fyrstu ritsmíðar í blöðum sem þessu? Eigum við það víst, að sum þau verk, er ritauð hafa verið af mestri snilld á síðari tímum, hefðu nokkru sinni séð dags- ins ljós hefðu þau spor verið látin óstigin? En hvað um það, fáir eru smiðir í fyrsta sinn, og þess er tæpast að vænta, að skóla- blöð séu bókmenntalegir fjársjóðir. Þau eru miklu fremur sá vettvangur, þar sem byrjendur geta stælt krafta sína og reynt, hvers þeir eru megnugir. Og í vetur hafa, eins og ætíð áður, verið margir nýliðar að verki. Þökk sé þeim fyrir viðleitnina, hvað sem segja má um árangur- inn. Okkur í ritnefndinni hefur stundum þótt róðurinn nokkuð þungur og veizt erf- itt að fá nægilegt efni, sem bitastætt væri í. Og mikið höfum við verið skammaðir. En einmitt skammirnar hafa glatt mig meir en flest annað. Þær bera vott um, að margir láta sér ant um þetta óskabarn okkar og vilja því að öðrum þræði vel. Oft hef ég rif- izt stundarkorn við hlutaðeigendur mér til skemmtunar. En þá, sem ég hef ekki virt svars, bið ég afsökunar á því tómlæti mínu. En ég hef líka fundið, að menn kunna að meta það, sem vel er gert. Eg hef stundum gert mér það til gamans, að líta inn í kennslustofurnar, meðan menn voru að lesa blaðið og athuga svipinn á þeim. Fáir settu upp hundshaus, nema þeir tækju eftir mér, og allir lásu af kappi. Og ég varð miklu bjartsýnni, þegar ég tók að vinna að næsta blaði og hafði aukna trú á, að til nokkurs væri að vinna. Og ég er staðfastari en nokkru sinni fyrr í trú minni á gildi blaðsins fyrir skólann og okkur öll. Einnig grunar mig, að við munum meta blaðið nokkurs, þegar fram í sækir sem minjagrip frá skólaárunum. Þið komizt ef- laust líka á þá skoðun, ef þið rekizt á gam- alt Munins-blað eftir nokkra ártugi. En ég vara ykkur við, þau verða fágæt. Ég veit varla um nokkurn, sem á blaðið samfellt, ekki einu sinni frá sinni skólatíð. Að lokum vil ég svo færa sérstakar þakkir öllum þeim, sem hafa léð okkur efni til britingar. Einnig félögum mínum í rit- nefndinni og auglýsingastjórum. Ég hefði ekki getað kosið mér betri samstarfsmenn. Sömuleiðis ábyrgðarmanni hans starf, þótt nokkrar snurður hafi hlaupið á þráðinn. Kaupendum þakka ég þeirra skerf og les- endum öllum. Prentsmiðjastjóra og prent- urum þakka ég einstaka velvild og hjálp- fýsi og ágæta viðkynningu. Það sakar ekki að geta þess, að Prentverk Odds Björnsson- ar, en þar er blaðað prentað, veitir okkur 40% afslátt. Án þeiiTa hlunninda yrði út- gáfan vægast sagt nokkuð erfið. Auglýsendum þakka ég þeirra skerf og vona að þeir hafi ekki haft skaðann einan. Bið ég svo ykkur öll velfarnaðar. Már. 102 M U N I N N

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.