Muninn

Årgang

Muninn - 01.11.1996, Side 13

Muninn - 01.11.1996, Side 13
ég; er fæddur 9. október 1908 á Spítalavegi 19. Þar bjuggu þá foreldrar mínir Jóhanna Björnsdóttir og Ólafur Sumarliðason, ekki var langt þaðan í Gagnfræðaskólann og man ég fyrst eftir komu minni þangað er ég var 8 ára. Þá sendur eftir mjólk og man ég hvað mér þótti eldhúsið stórt og eldavélin og allir þessir koparpottar og pönnur. Svo líða árin og ég innritast í Gagnfræðaskólann 1924 og lýk prófi '26 og ég man að það voru fáar stúlkur í skólanum þá tvær til þrjár í bekk. Það er annað en í dag. Einnig voru nemendur yfirleitt eldri en nú og þeir komu víðsvegar að af landinu. Ég man nú ekki svo glöggt eftir skólalífinu eða kennslufögum en nokkra kennara sem voru þá við skólann man ég. Handavinnu smíðar og teikningu kenndi Jónas Snæbjörnsson og voru hefilbekkir og smíðaverkfæri á hálofti skólans, leikfimi kenndi Lárus Rist. Söng kenndi Áskell Snorrason tónskáld, Árni Þorvaldsson ensku, Vernharður Þorsteinsson dönsku, Guðmundur Bárðarson plöntu- og dýrafræði, Brynleifur Tobíasson sögu og Lárus Bjarnason stærðfræði og eðlisfræði. Helstu útiíþróttir voru á þessum skólaárum mínum að mig minnir knattspyrna sem var mikið leikin á skólaíþróttavellinum og einnig hlaup, boðhlaup og víðavangshlaup. Stundum fengum við skautafrí. í þá daga kom svo oft lagnaðarís á Pollinn og var oft um lengri tíma ís á Pollinum enda öll umferð skipa lítil. Skíðaferðir voru ekki eins almennar í þá daga og síðar varð. Mikið hefur alltaf verið um söng og hljóðfæraslátt í skólanum og ómaði oft á Sal og barst til eyrna vegfarenda sem stönsuðu oft á götunni og hlustuðu. Sérstaklega man ég árin sem M.A. kvartettinn var í skólanum og gat sér mestrar frægðar. Árin líða og það skellur á heimstyrjöld. Skólinn er hertekinn 1940. Það verða mikil umskipti, vopnaður hermaður þrammar dag og nótt á gangstéttinni norðan skólans. Varðtjald er reist við hliðið, skotvarnarbyrgi hlaðið norðan við skólann, herbílar og trukkar eru í portinu vestan skólans og langur stigi er reistur yfir forstofu að norðan að glugga á gangi norðurvistar til að auðvelda útgöngu þessa hundraða hermanna sem nú gistu skólann. Er líða tók á sumarið '40 fóru menn að örvænta um skólahald á komandi vetri en það fór nú allt á betri veg, hernámsliðið fór úr skólanum um haustið. Er hernámsliðið kvaddi skólann efndi það til kveðjuhófs og bauð til þess nokkrum bæjarbúum. Ég var á þeim tíma starfandi hjá KEA og átti hernámsliðið nokkur viðskipti í búðum félagsins og kynntist ég þar mönnum í herliðinu. Einhvern veginn æxlaðist það svo að ég var boðinn til þessa kveðjuhófs, sem er mér um margt eftirminniiegt enda hið eina sem erlent herlið hefur staðið fyrir á Sal. Þarna voru saman komnir yfirmenn herliðsins á Akureyri og nágrennis, og er mér minnistætt er fjölmenn lúðrasveit herliðsins spilaði svo undirtók í skólanum. Þeir kvöddu skólann vel eftir þessa sumardvöl. Ég var boðinn til þessa kveðjuhófs 1940 er hernámsliðið fór úr skólanum, og nú í haust býður Tryggvi skólameistari mér að vera við skólasetningu og afhendingu Hóla sem ég þáði og er honum þakklátur fyrir. Það eru 56 ár á milli þessara vinsamlegu boða, en á þessum árum hef ég nú oft komið upp í skóla og alltaf verið vel tekið, en það eru 80 ár síðan ég sótti mjólkina í skólann þá 8 ára." D3] MUNINN HAUST 1996

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.