Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1996, Page 19

Muninn - 01.11.1996, Page 19
Myndiistarskólinn á Akureyri URL http://akureyri.ismennt.is/~hvh Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistarskólinn á Akureyri hefur aðsetur í Gilinu á Akureyri. Hann var stofnaður árið 1974. Markmið skólans er að veita nemendum þekkingu og þjálfun í hverskonar myndlistargreinum. Við Menntaskólann er starfrækt myndlistarbraut í samvinnu við Myndlistarskólann. Skólastjórinn Helgi Vilberg hafði (Detta um myndlistarbraut að segja; „Faglega hlið náms á myndlistarbraut fer fram á kvöldnámskeiðum í Myndlistarskólanum. Nemandi sem skráir sig á myndlistarbraut í MA sér sjálfur um að skrá sig á námskeið í Myndlistarskólanum, og þá á það námskeið sem hann óskar, við rekum ekkert eftir þeim." Myndlistarskólanum sem slíkum er skipt niður í þrjár deildir; Listfræðsludeild, henni tilheyra kvöldnámskeiðin sem opin eru almenningi og fornámsdeild, sem er fyrsti hluti reglulegs listnáms. „Tilgangur fornámsdeildar er að veita nemendum alhliða undirbúningsmenntun í myndlistum. I deildinni fer fram listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám í sérnámsdeildum Myndlistarskólans, sem og annarra skóla. Gengið er út frá þeirri forsendu að hinar mismunandi greinar sjónlista eigi sér sameiginlegan grunn" (- tekið úr bæklingi gefnum út af Myndlistarskólanum á Akureyri, vorið 1996). Að loknu fornámi tekur við sérnámsdeild, sem skipfisf í fagurlistanám, þ.e. málun, og lisfhönnunardeild, þ.e. grafísk hönnun. Fornámið og listhönnunardeildin eru grunnur sérdeildar. Þeim námskeiðum sem þarf að Ijúka á listfræðideild eru m.a. teiknun, andlitsteiknun, módelteiknun, skrift, málun, vatnslitamálun.. alls 11 námskeið sem ber að Ijúka áður en viðkomandi getur hafið nám í fornámsdeild. Yfirleitt hefur það verið þannig að nemendur hafi lokið listfræðsludeildinni á þeim 4 árum sem þeir hafa verið í Menntaskólanum en tekið fornámsdeildina árið eftir, þar sem það er einn vetur, og hafa þá verið hér allan skóladaginn 5. árið. Hvert kvöldnámskeið er milli 18:30 og 21:00 á kvöldin, einu sinni í viku, í 10 skipti. Gunnhildur Finnsdóttir, frá Egilsstöðum, er á myndlistarbrauf í 4. bekk. Undanfarin ár hefur hún verið á kvöldnámskeiðum í Myndlistarskólanum en núna í vetur hefur hún verið utanskóla í þeim fjórum áföngum sem hún á eftir og leggur stund á fornám við Myndlistarskólann á Akureyri. Gunnhildur segir myndlistarbrautina virka eins og hverja aðra braut, þeir sem hafi áhuga á tungumálum fari á málabraut, en þeir sem hafi áhuga á myndlist geta þá valið myndlistarbraut. Fyrir stuttu var einingakerfinu í Myndlistarskólum breytt þannig að einingum fyrir hvert námskeið var fækkað, sumir þeirra áfanga sem voru þriggja eininga áður eru núna aðeins ein eining, sem gerir það að verkum að hvert námskeið tekur lengri tíma og það er því bæði erfiðara og dýrara að taka fleiri námsskeið til að ná upp í einingafjöldann sem krafist er. Gunnhildur er enn óákveðin varðandi framtíðina, segist stefna að stúdentsprófi en viti ekki hvað taki við eftir það. Það er ekki tryggt að komast inn í listaháskóla eftir þetta nám, því langflestir listaháskólar hafi inntökupróf, en þó er nám við Myndlisfarskólann fýsilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga og mjög góður undirbúningur undir frekara nám. Alan að störfum D9] MUNINN HAUST 1996

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.