Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.11.1996, Qupperneq 25

Muninn - 01.11.1996, Qupperneq 25
að er alveg nóg að hugsa um þegar maður þarf að pakka niður fyrir þriggja mánaða ferðaiag um þéttustu frumskóga og fúlasta fisjafen þessa heims. Sérstaklega á meðan ntaður hefur bara aðra höndina til þess. Með hinni þarf maður að verjast ömmu gömlu sem ræðst á mann með kjafti og klóm og heimtar að fá að setja niður þæfð ullarsokkaplögg, föðurlandið og helst brauð með smjöri. Eftir þó nokkrar skærur náðust nú samt samningar - ullarpeysa og einn gúlpsopi af lýsi. Eftir engan svefn og 24 klst var ég í flugstöð Leifs Eiríkssonar og svo í flugvél og svo á Schiphol. Amsterdam. Lifandi borg, skemmtileg borg, falleg borg - og ég á mesta skítahóteli í borginni þar sem einhverjir Tyrkir áttu og ráku slímuga kaffisjoppu á neðstu hæðinni. Á þeim bænum höfðu menn þann vana á að taka græningja eins og mig ærlega í grísinn (peningalega). Þegar ég fór frá Amsterdam voru þeir búnir að svíða af mér 50 gyllinni. of mikið, en það var nú allt í lagi því ég ældi í vaskinn á herberginu áður en ég fór. Rio De JeNero. Ég var varla stigin út úr flugvélinni þegar að mér sóttu 30 innfæddir sem spurðu mig ekki, "how do like Rio?" Eftir mikið hafarí skildist mér að allir 30 vildu útvega mér leigubíl en ef í hart færi voru þeir nokkuð sáttir við að skipta mér á milli sín í bróðurlega og jafna parta, svo ég kæmist öruggur á hótelið, gegn smá greiðslu. Eftir að hafa valið einn úr hópnum, alveg bráðfallegan, var ég á leiðinni inn í Rio. Bílstjóinn keyrði á 160 knt/klst og fór þrisvar yfir á rauðu og skildi mig eftir á hóteltröppunum, hálf rænulausan af ótta. að hafa jafnað mig reyndi ég að blanda geði við aðra ferðalanga á hótelinu því þar var fólk sem hafði verið þar um tima og var tilbúið til að aóstoða mann eftir fremsta megni. Fljótlega, eftir að hafa rölt um stræti borgarinnar varð mér Ijóst að þetta er engin glansmynd á póstkorti eða í biómynd. T.d. var stelpa sem ég hitti, frá Englandi, rænd tvisvar á 8 klst og i seinna skiptió var þaó löggan sem rændi hana. Eitt kvöldið var dópsali drepinn 100 metrum frá hótelinu mínu. í framhaldi af þvi hitti ég 27 ára gamla konu sem byrjaði i vændi 10 ára gömul. átti sitt fyrsta barn þegar hún var 12 ára, annaó 14 ára og þriðja 17 ára. Hún hafði nokkur stungusár og eitt skotsár. Hún var í harðri eiturlyfjaneyslu í mörg ár en hafði þó náð að kúpla sig út úr öllu vafasömu ári áður en ég hitti hana. Á hverju götuhorni og reyndar allstaðar voru beimilslaus börn, eiturlyfjaneytendur, fátæklingar og moróingjar. Loksins eftir 5 daga í Rio kom svo hópurinn saman og við lögóum af staó i 9 vikna rúnt um S - Ameríku. Það fyrsta sem maður þarf að venjast, um borð i trukki með 21 útlendingi og tveimur bílstjórum i 36-40 stiga hita, er að láta sér lynda við 21 útlending* tvo bílstjóra i 36-40 stiga Itita um borð í trukki. Tjaldfélagi minn var mjög leióinleg kona sem leit út eins og karlmaður og reykti eins og sjóari, svo að oftast svaf ég undir berum himni. Næstu 4 vikurnar fóru í að keyra um og skoða allar helstu perlur Brasiliu. M.a Manaus sem er á miðju Amazonas-svæðinu. Þar veiddum við krókókíla og piranafiska og fengum okkur svo sundsprett, innan um allt saman á eftir. Þegar við vorum búin að veiða nokkra litla krókódila, gerði leiðsögumaðurinn okkar sér lítið fyrir og skutlaði einn rosa hnulla, hífði hann um borð og kyssti hann við mikinn fögnuð viðstaddra. Þegar allir höfðu myndað kvikindið i bak og fyrir og sig með því var krókópókó sleppt til síns heima með aðeins smá skeinu á hálsinum. Því næst var ferðinni haldið sem leið lá frá Manaus, gegnum verndarsvæði indiána, yfir miðbaug og yfir landamærin að Venezuela. Að koma til Venezuela var talsverð breyting. Þar tala menn spænsku en í Brasdíu er töluð portúgalska, landslagið breyttist. Það allra versta hinsvegar var að fram að þessu höfðu moskító-flugurnar ekki verið til neinna stórra vandræða en til eru fyrirbæri sem kallast sandflugur (svipaðar mýflugum) og halda til á hásléttum Venezúela og viðar. Þessi kvikindi ætluóu okkur lifandi aó éta og ef maður klóraði sér ekki i bitin verkjaði mann i þrjá dag á eftir, annars sex. I Venezuela flugum við yfir og skoóuðum Angel fossana, sem eru hæstu fossar í heimi. Eins fórum við í fjögurra daga bátsferð um fenjasvæði Orinoco Delta o.fl. Venezuela setti mark sitt á hópinn. Nótt eina þar sem við lágum í fasta svefni, vaknaði ég við ægilegt öskur og þegar ég leit upp sá ég hvar tveir innfæddir stóðu yfir mér, annar miðaði á mig haglabyssu en hinn var með uppreidda sveðju. Öskrin komu frá öðrur bdstjóranum sem hafói verið stungin í síðuna með hnífi og laminn í hausinn með sveóju. Oj ! Eftir stuttan bardaga, við vopnaóir tjaldsúlum og öskrandi kvenfólki, þeir með sveðju og haglabyssu, komumst við þó undan. í flýti var brennt í bæinn með hinn særða og honum komið undir læknishendur. Hann hvildi sig i nokkra daga en hitti okkur svo i Caracas höfuðborg Venezuela. Lengra verður þetta ekki aó sinni en ef til vill munuð þió heyra meira frá mér síðar. Bjarni Freyr Bjarnason fórum við i frumskógarleiðangur frá borginni [25] MUNINN HAUST 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.