Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1996, Page 29

Muninn - 01.11.1996, Page 29
sjálfsagða rétt allra manna að verða ástfangin, finna sér kærasta eða kærustu án þess að vera neitt að pukrast með það. Og þau ætlast til þess að mamma og pabbi sýni maka þeirra sömu umhyggju og virðingu og hinum tengdadætrunum eða tengdasonunum. Hver er versti óvinurinn? Samt líður varla sá mánuður að ráðgjöf félagsins þurfi ekki að sinna ungu fólki í öngum sínum. Það sem þjáir þetta ágæta fólk er fyrst og fremst einangrun og ótti við álit samfélagsins. Þau þekkja enga aðra samkynhneigða manneskju, treysta sér ekki til að trúa félögunum fyrir eigin samkynhneigð, hvað þá mömmu og pabba. Oft eiga þau í mesta basli við námið því að öll orkan fer í tilhugsunina um það sem þau halda að ekki sé hægt að segja heiminum. Sum hafa jafnvel flosnað upp úr námi. Það sem hrjáir þau mest er satt að segja ekki fjandskapur heimsins, því á viðbrögð hinna hafa þau aldrei látið reyna. Þeirra versti óvinur er kjarkleysið - bæði mannlegt og skiljanlegt en satt að segja sálardrepandi. Upp í kollinum kraumar kjarkleysið eins og lítil lögregla og segir þeint fyrir verkum. Alla jafna er þetta sanit tímabundin kvöl sem hjaðnar þegar þau hitta s"ína líka og komast í raun um að allt er þar næstum eins og á hverju öðru ættarmóti. Hommarnir reynast ekki vera skrækjandi drottningar með hennalitað hár á bleikum náttsloppum, og lesbíurnar syngja hvorki annan bassa í kirkjukórum landsins né ganga dags daglega í samfestingi með skiptilykil í rassvasanum. En á meðan ungt fólk í öngum sínum hefur samband við ráðgjöfina okkar í leit að stuðningi, þá er sannarlega þörf á Samtökunum '78. núna frumvarp til verndarlaga sem dómsmálaráðherra Ieggur fram. Með samþykkt þessara laga verður nú refsivert að mismuna mér og mínum líkum á opinberum vettvangi eða níða fólk opinberlega fyrir kynhneigð þess. Þau tíðindi hefði ég látið segja mér þrisvar fyrir fjórtán árum þegar ég hóf að starfa með hommum og lesbíum á íslandi. Hvað tekur þá við? Kann einhver að spyrja. Er nú ekki tímabært að leggja samtökin '78 niður? Því er til að svara að í sumar gerðist það undur að löggjafarvaldið gekk feti framar en sú þjóð sem kaus sér þetta vald. Það gerist ekki oft þótt í frjálsu þingræðisríki sé. Venjulega drattast löggjafarvaldið þá fyrst af stað í mannréttindamálum þegar almennt gildismat tekur að þrýsta svo á að ekki verður í móti staðið. Sannleikurinn er sá að hvað sem líður mannúðlegum leiðréttingum af hálfu löggjafans þá dafna fordómar meðal íslendinga gagnvart samkynhneigðum og enn sem fyrr er það fyrst og fremst okkar sjálfra að berjast gegn þessum fordómum. Þegar hommarnir í New York börðu í fyrsta skipti frá sér eftir að lögreglan hafði abbast upp á þá með ruddaskap og ofbeldi í júnílok sumarið 69, lagði skáldið fræga, Allen Ginsberg, leið sína inn á hverfiskrána sína þar sem hann var vanur að hitta kunningjana. í fyrsta sinn í lífinu höfðu hommarnir kynnst mætti samstöðunnar. Þegar Ginsberg kom út sagði hann við vin sinn: „Veistu hvað, þeir eru svo fallegir, strákarnir þarna inni. Það er horfið þetta sársaukafulla augnaráð sem einkenndi alla homma fyrir tíu árum'. Að virða tengdabörnin Orð Ginsberg koma oft í hugann þegar ég lít í kringum mig í félagsmiðstöð samtakanna '78 og horfi á nýja kynslóð lesbía og homma. Þau eru svo langtum hnarreistari en eldri kynslóðirnar. Það er ekki sami sársaukinn í augnaráðinu og áður fyrr. Þau hafa einfaldlega fengið langtum minni skerf af sársauka og vonbrigðum en fyrri kynslóðir samkynhneigðra á íslandi. Þau hafa tekið sér þann I lögum Samtakanna '78 segir svo: Markmið félagsins er að lesbíur og hommar verði sýnileg og viðurkennd og að santkynhneigðir njótí fyllstu réttinda i íslenku samfélagi. Markmiðum sínum hyggst félagið einnig ná með því: - að skapa lesbíum og hommum félagslegan og menningarlegan vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund þeirra og samstöðu um sérkenni sín. - að vinna að baráttumalum lesbia og homma, svo og fræðslu um reynslu þeirra og sérkenni, eftir þeim opinberu leiðum sem o arangursríkastar þykja hverju sinni - svo sem á vettvangi löggjafarvalds, í opinberu fræðslustarfi og 1 fjölmiðlum. - að eiga santstarf við önnur félög lesbía og homma hérlendis og erlendis sem stefna að sömu markmiðunt; styðja önnur félagasamtök, sem vinna að lýðréttindum, og afla stuðnings þeirra. Hátíðleg stund 1 móttöku Samtakanna '78 í Borgrleikhúsinu 27. júní sl þegar lög um staðfesta samvist gengu i gildi. Ijósmynd Bára

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.