Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Síða 37

Muninn - 01.11.1996, Síða 37
námið og efla íslenskan iðnað og annað slíkt sem tæki við eftir þetta nám. Hvað finnst þér um verkalýðsfélögin á íslandi? Þau eru í raun og veru ósköp veik, stór en tannlaus. Á árunum í kringum stríð og fyrstu áratugum þar á eftir þá var íslensk verkalýðshreyfing tiltölulega sterk og hún ætlaði sér afgerandi hlutverk í íslenskri pólitík. Hún tók þátt í pólitískri umræðu, sbr. þegar her kom hér í land fóru i gang verkföll og miklar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin stóð fyrir. Núna, þegar ísland gengur í EES, þá segir verkalýðshreyfingin já-já- nei-nei og gerir ekki neitt. Þetta er í rauninni ekki hennar mál, hún rekur ósköp sljólega og lítið beinskeytta krónupólitik. Hún ætlar sér ekkert stærra hlutverk, svo sem að skipta sér af hinum þjóðfélagslegu völdum. Einn meginþátturinn í því þegar við vorum að fara að vinna hér í iðnaðinum, var að endur- reisa baráttugetu verkalýðshreyfingarinnar, og berjast gegn stétta- samvinnustefnu hennar. Það var reyndar þónokkur hljómgrunnur fyrir því hérna á þessum árum, ég man við stofnuðum hér svokölluð Baráttusamtök launafólks einn fyrsta veturinn minn hérna í bænum eftir að ég fór að vinna hérna. Þessi samtök voru með rúma 100 meðlimi og höfðu það á stefnuskrá sinni að endurreisa verkalýðsfélögin sem baráttutæki. Eftir á að hyggja þá er það merkilegt hvað hljómgrunnurinn var góður og ég sé það ekki fyrir mér í dag að slíkt myndi gerast, enda ekkert stjórnmálaafl sem beitir sér fyrir þessu og setur sér slík stefnumörk á loft. Jafnvel þó að svo væri, held ég að það sé almenn þreyta og vonleysi í verkalýðsbaráttunni, hún snýst um smáræði, að hnika einum hópi eitt hak upp. Finnst þér vinstri flokkar á íslandi sýna afgerandi vinstri stefnu í framkvæmd? Ég stend að miklu leyti við þá stefnuskrá sem ég gerði þegar ég gerðist járnsmiður á sínum tima, að sósíalísk hreyfing verður ekki neitt nema hún tengist verkalýðsstéttinni og sjálfskipaðir verkalýðssinnar sem starfa bara á þingi hljóta að starfa í tómarúmi í raun og veru. Það er ekki hægt að tala sig inn í sósíalismann. Ég held að það standi enn að gagntækar þjóðfélagsbreytingar verða ekki nema með stéttabaráttu og alhliða þjóðfélagsbaráttu, þ.e.a.s. virkri fjöldabaráttu - að almenningur taki sín hagsmunamál í eigin hendur með allt öðrum hætti en nú er. Hinir svokölluðu vinstriflokkar vekja enga fjöldabaráttu og eru því í reynd ósköp áhrifalitlir. Þeir hafa ekkert nema talandann. Hvernig var stjórnmálahreyfingin í Menntaskólanum þegar þú varst þar? Það voru engin eiginleg skipuleg samtök, þetta voru vinstri menn og hægri menn sem áttust við í óformlegum hópum. Ég varð ritstjóri Munins gagngert til að hindra það að ákveðnir vinstri menn kæmust að, því ég var talinn ópólitískur. Það voru frekar íhaldsmenn í skólanum sem dubbuðu mig upp. Síðan brást ég þeim þegar ég fór að gefa út blað m.a. Hælistíðindi. Þessi blaðaútgáfa var býsna skemmtileg. Ég vann þetta á nóttunni mikið. Ég braust t.d. út af Gömlu vistum nokkrar nætur, þar sem ég var, með ritvél undir hendinni og fór í ritstjórnarskrifstofu út í bæ, þetta var á dögum „vistarbandsins". Það voru mjög margir sem komu að þessu blaði og í rauninni mjög auðvelt að gefa það út því margir töldu sig hafa eitthvað að segja. Af hverju var allt þetta fj aðrafok út af Hælistíðindum? Steindór Steindórsson skólameistari reyndi nú að hafa áhrif á hugsanagang nemenda sinna, var svolítill forræðishyggjusinni, og þegar hann taldi eitthvað vafasamt vera á ferðinni Þá hélt hann ógurlega langar ræður til að skamma okkur og sannfæra. Hann kallaði saman á sal þegar þetta blað kom út og hélt ræðu í tvo samhangandi skólatíma. Það virkaði alls ekki til að draga úr áhuga okkar, nema síður væri. Ég svaraði honum í næsta tölublaði Munins með álíka siðapredikun. Ég held að þetta sýni þessa tíma í hnotskurn, menn voru í heilagri baráttu hver í sínum vígstöðvum. Ég held að við höfum haft töluvert sjálfsálit á þessum árum og mjög takmarkaða virðingu fyrir sjónarmiðum íhaldssamra fullorðinna. Ein að lokum, hvernig gengur þér að sinna öllu þessu, jársmíði, söng, sagnfræðinni og heimilinu? Ég held að mér gangi þetta alveg sæmilega, það er kannski síst sagnfræðin sem fær að njóta sín. Ég kann heldur vel við húsmóðurstarfið, þar sem ég er einstæður faðir, ef það er ekki í of stórum skömmtum. Járnsmíðarnar hafa gert mér mögulegt að hugsa um eitthvað annað meðan ég er í því, það hefur t.d. gengið ágætlega að vinna við járnsmíðar á daginn og syngja og kveða í Minjasafnskirkjunni á kvöldin. Síðan gerir maður það sem maður hefur áhuga á, ef maður hefur brennandi áhugamál, þá finnur maður tíma fýrir þau. [37] MUNINN HAUST 1996 „Ég held að við höfum haft töluvert sjálfsálit á þessum árum og mjög takmarkaða virðingu fyrir sjónarmiðum íhaldssamra fullorðinna".

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.