Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1997, Page 18

Muninn - 01.05.1997, Page 18
SKOLAMET. AF PYLSUM 1950 IV. bekkingur stærðfræðideildar setti nýlega skólamet I pylsuáti. Át hann tuttugu og hálfa pylsu. Þetta er jafnframt persónulegt met. Gamla metið var átján pylsur. MEIRAAF PYLSUM 1954 Nýtt met hefur verið sett í pylsuáti. Methafinn er Haraldur Hamar. Át hann 30 - þrjátíu - pylsur fyrir skömmu. Gamla metið, 28 pylsur, átti hann sjálfur. ATTENTION!! FEGURÐ í M.A. 1954 Fegurðardrotting M.A. 1954 var kjörin okkar dísæta Lára Samúels - og furðaði engan. Kvennagull varð hinn þéttvaxni Jón Símon. Bæði eru þau hjúin ísfirðingar og sanna þau, að þeir ísfirðingar eru hinir mestu hagleiksmenn í hvívetna. SNIFF, SNIFF 1954 Heyrzt hefur að Arngrímur ísberg hafi sett met í tóbaksnefítöku, 100 - hundrað - grömm í lotu. FORSPÁ 1958 ELDFLAUG TIL TUNGLSINS Nótt treður hljóðum fótum haustkaldan svörð. í húminu hjúfra sig saman himinn ogjörð. Tunglkarlinn gáir í geiminn grettur af kvíða. Innrásar mannsins er aðeins örskammt að bíða. Tvístirni tileygð glotta á tunglsins slóð. Eldflaugar rjúfa rökkrið með rauðri glóð. Mannkynið, magnað göldrum, á mánann viil ráða. Bráðlega byltist hann áfram bólginn af kláða. J.E.B. SYNDIR F4EIMSINS 1979 Hjartkæru lesendur! Muninn óskar ykkur öllum gleðilegs sumars, gifturíkra prófa, vellaunaðrar vinnu og óstöðvandi andagiftar næsta haust. Látið ekki glepjast af spillingu heimsins er þið komið út fyrir skólaveggina. Hugsið heldur þegar Bakkus og Eros bjóða ykkur táldýrðir sínar: "Hvað mundi Tryggvi nú segja við þessu?" Þá mun ykkur vel farnast. Sjöttubekkingar! Ofmetnist ekki á dimmisio og í prófunum, gætið heldur hófs í mat og drykk - sérstaklega drykk - og þjálfið þolinmæði ykkar og prúðmennsku svo að þér megið lifa kirkjuathöfnina á 17. júní af. Grátið ekki lélegar einkunnir, kennið heldur erfiðum prófum um. Alvitra ugla! Halt þú verndarvæng þínum yfir oss nemendum jafnt sem kennurum. Blessa þú meistara vorn og konrektor. Megi jökulhlaup verða í viskunnar lindum fram yfir próf. Kom inn! Ritstj. 18 M U N I N N 19 9 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.