Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 87

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 87
komin öll helstu tímarit landsins frá öllum tímum, innbundin. Var okkur fljótt tjáð að þetta væri ekki nema efsti hluti ísjakans sem fengi sess í aðalbókaherberginu og að annað eins væri til í geymslu. Nóg um það. Börn þeirra Vaglahjóna hafa fetað margar brautir að loknu námi, orðið rafmagnsverkfræðingar, kennarar, matvælafræðingar, húsmæður, snyrtifræðingar og tveir synir þeirra hafa tekið við búinu. Þau fóru öll í náttúrufræðideild nema tveir synirnir fóru í eðlisfræði og ein dóttir eyddi síðasta vetri sínum við skólann á málabraut. Þegar við spurðum Kristínu og Gísla hvers vegna þau hefðu valið Menntaskólann á Akureyri sem hornstein menntunar barna sinna, svöruðu þau að hann hefði einfaldlega legið best við. Það að hann hafi boðið upp á heimavist hafi ráðið miklu um valið og það að ekki er langt að fara til Akureyrar. Einnig hafi þau haft fregnir af gæðum skólans. Sjálfur hefði Gísli verið við nám við skólann, í gagnfræðadeild, og lokið þaðan prófi 1939. Það hafi verið mjög sjaldgæft á þeim tíma að fólk hafi getað sent börn sín í skóla þar sem kreppan mikla geisaði. Gisli segir samt tengsl sín við Menntaskólann ekki vera mikil. Þó hafi hann hitt Tryggva nokkrum sinnum. Bæði faðir Kristínar og afi voru gagnfræðingar frá skólanum. Sigurmon frá Akureyri 1923 og Hartmann faðir hans frá Möðruvöllum 1895. Sjálf er hún búfræðingur frá Hólum ásamt því að hafa verið í Húsmæðraskólanum á Löngumýri. Þess má til gamans geta að hún er önnur þeirra tveggja kvenna sem fyrstar útskrifuðust frá Hólum sem búfræðingar. En beittu þau börnin einhverjum þrýstingi um að velja þennan skóla fram yfir aðra? Gísli er til svars: "Ég hef auðvitað eflaust hvatt þau til þess, þó fóru þau eiginlega öll sjálfkrafa eftir að elstu stelpurnar fóru. Ein dóttirin ætlaði í fyrstu að fara á Bifröst, en hætti við, sem betur fer. Ég var heldur ekkert hrifinn af því.” Aðspurð segja þau að kostnaðurinn við nám barnanna hafi verið mikill, sérstaklega vegna þess að fjögur þeirra fóru einnig í unglingaskóla á Sauðárkróki. Það kom samt aldrei neitt annað til greina en að leyfa þeim að fara í skóla og afla sér menntunar. En í ljósi mikils kostnaðar við að senda svo mörg börn í skóla fjarri heimilinu, hafa börnin þurft að færa einhverjar fórnir í sambandi við félagslíf og annað? "Ég veit nú lítið um það, en þau lifðu þetta nú samt af."Þegar hér var komið sögu þóttust blaðamenn sjá votta fyrir brosi á vörum yngstabarnsins, Óðins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.