Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 65

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 65
grundvöllur fyrir tilvist t.d. guðs því án trúar, vantrúar eða trúleysis værir hann vart til umræðu. Þannig að: Engin hugsandi vera engin hugsun, engin hugsun engin guð. Tilvist guðs er háð hugsun, eins og tilvist alls annars". Undirritaður spyr því næst: „Hvað þurfum við, til að hafa hugsandi veru?" Einn svarar að maðurinn sé eina hugsandi veran í þeim skilningi að hún velti fyrir sér hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru, guðdómnum og öllu, a.m.k. gerir hluti mannkyns það, þökk sé Thalesi heitnum. Annar bætir svo við að engir menn væru til ef enginn getnaður ætti sér stað og þ.a.l. séu hugsandi menn sem og aðrir menn, háðir sæðisfrumu. Undirritaður bendir einum og öðrum á að til þurfi að koma egg konunnar og allur prósess getnaðar og fæðingar og að sæðisfruman ein og sér sé ekki nóg. Þú býrð ekki að barni ef þú færð það í skóinn. „Það yrði vissulega skammgóður vermir", segir einn og bætir við að vitaskuld viti þeir annar að egg þurfi að koma til en fara þess á leit við höfund að hann haldi áfram og noti sæðisfrumuna sem tákn getnaðar því sannarlega væri ekkert án hennar. Undirritaður brýtur klútinn saman og segir: „Sé sæðisfruman nauðsynleg til að framkalla hugsandi veru og hugsandi vera til að frammkalla hugsun og hugsun til að frammkalla guð, þá má með sanni segja að guð sé háður sæðisfrumu". Annar segir að þetta sé nú ekki alveg rétt: „Guð væri vissulega til ef t.d. einn hefði aldrei verið það" Undirritaður-. „Sannarlega er þetta rétt hjá þér kæri annar en svaraðu mér einu, hvar væri guð ef þú værir ekki til?" „Hann væri vissulega þar sem hann er öllu jafnan, sama hvar minn heimski haus væri niðurkominn", segir annar. „Kæri annar, gætirðu sagt það að guð væri til ef þú hefðir aldrei verið til?" spyr undirritaður. „Við vitum það báðir jafnvel, að ég gæti ekkert sagt ef ég hefði aldrei verið til", svarar annar. „Ef ekki væri fyrir þig sjálfan þá hefðirðu aldrei upplifað guðdóminn", segir undirritaður og að ef annar hefði aldrei verið til væri augljóst að í hans augum hefði guð aldrei verið til heldur. „Nei, þetta er ekki rétt”, segir þá einn, „hvað ef annar dæi núna, hvað þá?" „Við skulum fara í gegnum þetta", segir undirritaður rólegur. „Til að guð eigi sér tilvist þá þarf einhver að hugsa um hann, hugsun er augljóslega aðeins á valdi hugsandi vera, hugsandi verur eru menn eins og gefur að skilja og eru því háðir lögmáli náttúrunnar um getnað og fæðingu, sem sagt sæðisfrumu. Ekki hvaða sæðisfrumu sem er því augljóslega þarf hún að koma frá manni. Hlustið nú, ef ég væri ekki til væri guð það í mínum augum ekki, það sama gildir um hverja og eina hugsandi veru, ykkur einn og annan. Ef ég stæði ekki hér meðal ykkar og hefði í staðinn aldrei fæðst þá væri alheimurinn í mínum augum ekki til, aftur gildir það sama um ykkur kæru vinir, ég get því með góðri samvisku sagt að ef ég væri ekki til þá væri guð það ekki heldur en ef ég er til þá er guð vissulega til. Alheimurinn er ekki til ef ég er ekki til en hann er aftur til ef ég er það, rétt eins og guð. Guð er háður hugsun, hugsun sæði úr manni og ekki hvaða manni sem er heldur úr einum ákveðnum manni og eitt ákveðið sæði, það sem síðar varð að mér kæru vinir, enn og aftur gengur þetta jafnt fyrir ykkur og hvern þann einstakling sem hugsar. Við getum því dregið af þessu, hver og einn okkar, að við sjálfir séum hinn æðsti guðdómur því án okkar væri ekkert til". „Hvað ef við deyjum núna?" spyr einn ákafur „Ef þú ert guð og þú deyrð núna þá er ég viss um að guð yrði enn til". „Sannlega sannlega segi ég þér minn kæri einn, fyrir það fyrsta, ef ég dey núna þá hef ég vissulega verið til því ég hef fengið umhugsun, og þú hefur ekki skilið mig rétt því það breytir engu fyrir þig hvort ég hætti að vera til að hugsa, því þú hugsar enn og ert þinn guð. Vissulega hætti ég að vera minn guð því ég hætti að hugsa enn þú hugsar enn og ert þ.a.I. guð". Undirritaður spyr þá: „Hvað er það sem mælir gegn því að undirritaður sé guð?" Sjáum við ekki kæru einn og annar að tilvist guðs er undir einni ákveðinni sæðisfrumu komin og sú sæðisfruma varð að undirrituðum, og þ.a.I. hlýtur hann að vera guð?" Undirritaður, einn og annar komust ekki lengra að svo stöddu því opnan þeirra var búin. Þakka þeim sem hlýddu, lifið heil. Virðingarfyllst Vilhelm Anton Jónsson. M U N I N N 1 9 9 7 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.