Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 70

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 70
ákveðnum verkum og hafa þannig ekki eins mikla möguleika á því að skapa sér stíl. Halldór leggur áherslu á að mynda brú á milli áhorfandans og leikverksins, hvort sem það felst í því að færa það nær nútímanum eða í því að finna samasemmerki, tákn sem allir þekkja. „Ég hef gaman af því að nota mikið af dóti og drasli og ég hef gaman af því að nota alls konar nútímahluti, og nota músík, dans, hreyfingu.” Halldór hefur ekki einskorðað sig við neitt í leikhúsinu, heldur fengist við flest sem hægt er að setja á svið jafnt hérlendis sem erlendis. Hann hefur sett upp óperur, klassísk- og nútímaleg leikrit, söngleiki. Látbragðs- leikur og götuleikhús voru partur af daglegu lífi í þrjú ár og svo mætti lengi telja. Nútímaleikhúsið, þar sem alls kyns listamönnum er hópað saman í stórbrotna sýningu, er draumaleikhús, en það er ekki til hér á landi. Það vantar peninga, tæknin og undirbúningurinn er oft flókinn og þess vegna dýr. „íslendingar þekkja svo Iítið, hafa séð í raun og veru lítið af leikhúsi." „íslenskt leikhús er mjög gott upp að vissu marki" ... og alltaf er það hagfræðilegs eðlis... „Við lendum í narratívu leikhúsi." Grámuggan úti heldur áfram að hafa það huggulegt, kurteis læðist hún meðfram húsveggjum og ullar á grunlausa kaffihúsgesti sem í gáleysi er litið út um eina gluggann. Lúmskt lágt spiluð tónlist smýgur inn í undirmeðvitundina og róar aftur sálartetrin sem horfa spurnaraugum ofan í svart kaffið. Ég fæ mér bita af kökusneiðinni sem bíður þolinmóð á diskinum og íhuga sögð og ósögð orð. Við snúum okkur að verkinu sem hann er nú að leikstýra niðri á Renniverkstæði, Vefarinn mikli frá Kasmír. Leikritið er unnið upp úr bók eftir afa hans, Halldór Kiljan Laxness, og ég velti fyrir mér valinu. „Það er eitthvað í þessari bók sem ég held að eigi erindi til fólks í dag og þar af leiðandi set ég þetta á svið." Ég ætla ekki að fara að rekja söguráðinn í smáatriðum en bókin er 320 blaðsíður og þær komast ekki allar í leikhús. Halldór segist skera svona 250 af og leggja mesta áherslu á átökin og samböndin úr sögunni. „Þetta er tangó í raun og veru." Hann hefur áhuga á því að taka það fyrir á öðrum nótum og gerir grein fyrir þeim fjölda möguleika sem ein bók hefur upp á að bjóða. „Þetta er mesta samansafn af gullkornum sem til er." Það eru geysilegar pælingar í bókinni og margar eiga ennþá við í dag. Tuttugasta öldin, tæknilegasta öldin og trylltasta öldin. Þrátt fyrir allar þær framfarir í vísindum sem hafa gefið af sér öll nútíma þægindi þá erum við ennþá jafn nær um svarið við stóru spurningunni „Til hvers erum við hérna?" Aðalpersóna bókarinnar, hugsjónamaðurinn, bíður skipbrot þrátt fyrir allar framfarir, og hið einfalda sigrar að lokum. „Bókin sýnir þann sem er með svo miklar hugsjónir, ætlar að bjarga mannkyninu en gleymir manninum." Ófullkomleiki mannsins er dreginn fram í bókinni. „Aðalmálið er að þjóna lífinu ekki að þjóna hugmyndum.” Halldór er sáttur við leikhúsið á íslandi, honum finnst Leikfélag Akureyrar 70 MUNINN 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.