Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 38

Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 38
háðan mínu kynferði. Það eitt að ég á mörg börn gerir mig háðan, o.s.frv. Vissulega eru nokkur grundvallaratriði sem menn verða að hafa í huga. Ég er til að mynda ekki í neinu félagi nema Blaðamannafélagi íslands, sem ég þó þyrfti helst að segja mig úr ef vel ætti að vera. Ég er hvorki í þjóðkirkjunni né KA og allra síst er ég í stjórnmálaflokki. Þannig að ég tel mig ekki vera bundinn á klafa neinna hagsmunaaðila í þessu þjóðfélagi. Það er lykilþátturinn í fjölmiðlum að fréttamenn mega ekki vera bundnir á klafa neinna þeirra afla sem þeir eru að fjalla um. Eftir stendur að allir menn eru háðir. Ég er háður konunni minni og börnum. Hver er þín stefna í dag? Mín stefna í dag er að ala upp börnin mín, yrkja og stunda atvinnu mína af kostgæfni. Ég er búinn að koma mér vel fyrir og er að mörgu leyti í draumastarfi. Ég vinn við það að skrifa og skrásetja samtímann. Ég get jöfnum höndum sinnt þáttagerð og fréttum svo ekki sé talað um ljóðagerð. Ég get ekki beðið um neitt meira. Ég hef alla tíð verið mjög lífsglaður maður og bjartsýnn, alla tíð verið róttækur að því leyti að ég hef aldrei horft á hlutina sem gefna. Aldrei horft á þau gildi sem eru ríkjandi í þjóðfélaginu og þau kerfi sem eru til staðar sem heilagar kýr. Ég hef alltaf viljað sjá þjóðfélagið þróast eins og það á að þróast og sama gildir um tungumálið. Ég vil sjá íslenskuna þróast sem lifandi mál. Við megum ekki vera slíkir hreinræktendur að eftir nokkrar aldir verði engin orðatiltæki til nema frá því fyrir 500 árum. Ég held að það sé mikilvægt fyrir tungumálið að þróast með nútímanum en gleyma þó ekki fortíðararfi sínum. Það á að aðlagast nýrri menningu. En það er ekki þar með sagt að við þurfum að taka inn öll erlend orð yfir þá hluti sem eru að verða til heldur er íslenskan slíkur gnægtabrunnur að við getum búið til ný orð yfir allt og aðlagað þau íslenskri stafsetningu og beygingu. Við þurfum bara að vera vakandi. Sagan hefur kennt okkur að íslenskan hefur þann þrótt til að bera. 38 MUNINN 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.