Muninn - 01.05.1997, Blaðsíða 26
Hvernig var að alast upp í Grímsey?
Ég flutti hingað þegar ég var átta ára gömul en afi og amma
búa hérna þannig að ég kom alltaf á sumrin. Þaö var miklu
skemmtilegra að eyða sumrinu hér en í Reykjavik. Hérna var ég frjáls og
gat verið úti öll kvöld. Það var mjög gott að alast hér upp en við fjórtán
ára aldur þurfti ég að fara í land vegna skólans og kynntist lífinu þar.
Eftir það varð alltaf leiðinlegra og leiðinlegra að koma aftur heim, því
ég eignaðist fullt af vinum á Dalvík en hérna voru engir krakkar á
mínum aldri. Samt var alltaf mjög gott að hitta fjölskylduna aftur.
Skynjar þú einhvern þroskamun á Akureyringum og
landsbyggðarfólki?
Við erum fljótari að kynnast öðru fólki og eigum auðveldara
með það að tala við fólk heldur en Akureyringarnir. Það er talað um að
það sé erfitt að kynnast Akureyringum en ég trúi ekki að það sé bara
vegna þess að þeir séu Akureyringar. Ég fór ein til Akureyrar og þekkti
engan í Menntaskólanum en Akureyringarnir eru kannski búnir að vera
alltaf á sama staðnum og eiga fullt af vinum. Ég var hins vegar að
Laugum í 8. bekk, Dalvík í 9. bekk, ég bjó á Húsabakka í 10. bekk en var í
skóla á Dalvík og svo fór ég loks til Akureyrar. Þannig að maður þjálfast
í því að kynnast fólki.
Hvaða augum finnst þér aðrir íslendingar líta
Grímseyinga?
Ég held að fólk viti ekkert um Grímsey og mannlifið hér.
Sumir halda að þar búi sérstakur þjóðflokkur og gera grín að okkur með
skrítlum eins og: „Þekkirðu hinn Grímseyinginn?" Fólk veit ekkert
hvernig er hér. Það heldur að hér séu bara þrjú hús og að allir séu
undan sama fólkinu. Maður hefur orðið fyrir því að fólk spyrji hvort
það sé sjónvarp hérna og hvort við náum Stöð 2. Þótt við séum á
eyju þá er þetta í raun bara eins og hver annar smábær. Hér eru
samt einungis tvær til þrjár stórar ættir sem byggja eyjuna. Amma
mín og afi eru til að mynda þremenningar. Ég var alltaf að pæla í því
að amma mín og frænka afa hétu nákvæmlega sama nafninu en
skildi aldrei út af hverju fyrr en mamma sagði mér að þetta væri
sama konan. Það eru mörg dæmi um að systkinabörn séu gift.
Karlarnir eiga vist að vera duglegri við að draga aðrar konur til
eyjarinnar en innfæddu konurnar flýja bara. Strákarnir byrja flestir
10-11 ára að fara á sjó og ef þeir fá bakteríuna, þá er ekki aftur
snúið. Stelpurnar hafa hins vegar ekkert að gera á sjó og forða sér
því frekar burt. Þær hafa því ekkert að gera hérna og ég get ekki
hugsað mér að búa hérna í framtíðinni.
Hverjir eru kostir og ókostir eyjarinnar?
Það er ókostur hvað störfin eru einhæf. Annaðhvort ertu
á sjónum eða einhverju sem tengist honum eða þú ert
heimavinnandi húsmóðir. Fyrir utan það að vera heima geta konur
bara unnið í búðinni, sundlauginni og pósthúsinu. Það er auðvelt að
einangrast því þaö er ekki alltaf hægt að komast í land. Ef einhver
slasast er engin trygging fyrir því að hann komist undir
læknishendur. Kosturinn við að alast hérna upp er frelsið. Allir litlir
krakkar sem koma í heimsókn vilja ekki fara í burtu þvi það er svo
rosalega gaman hérna. Þeir vilja helst vera hérna allt sumarið og
leika sér við bryggjurnar, tjarnirnar og niður við fjöru. Hér eru alls
konar fuglar og krakkarnir geta tínt kríuegg og brasað í ungunum.
26 M U N 1 N N
19 9 7