Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Síða 31

Muninn - 01.05.1997, Síða 31
Nú skömmu eftir að ég hafði komið mér fyrir og vanist því að í íbúðinni var ekki allt sem sýndist hófst mitt mjög svo stutta háskólanám. Ég var búinn aó skrá mig i Iæknadeild og búinn að verða mér úti um allar bækur og hafði notað síðustu daga til að glugga í þær. Mánudagurinn rann upp bjartur og fagur (rigning) og ég tölti í skólann, tvöfaldur efnafræðitími beið mín. Þessi efnafræðitími var ekkert frábrugðinn því sem ég bjóst við, troðfullur salur af fólki og einn maður eins og krækiber í helvíti með hljóðnema sem röflaði um innganginn að okkar námi. Eftir tímann fór ég að versla og fór svo heim. Heima taklaði ég efni dagsins og reiknaði lipurlega ein ioo efnafræðidæmi, fór svo að sofa. Það sem tekur nú við er eitthvað sem ég kann ennþá enga skýringu á og hefur mjakað mér nærri þeirri skoðun að eitthvað sé til sem heiti forsjón. Þriðjudagur rennur upp, bjartur og fagur (rigning). Ég vakna, tek til við lestur göfugra fósturfræðibókmennta, en svo klukkan 9.00 stend ég upp og fer í göngutúr. Hann endaði hjá LÍN þar sem ég afturkallaði námslánið mitt, svo fór ég heim, setti inniskóna mína og nærbrækur ofan í poka, rölti niður á flugvöll og hoppaði með fyrstu vél til Akureyrar. Markaði þessi atburður endalok læknisfræðistúdíu minnar og geng ég nú undir nafninu ex-stud-med. Það var greinilega kominn tími á árs frí hjá mér þó svo að ég réði engu um það. Því var næst á dagskrá að leita að vinnu í höfuðborginni því þangað var ég víst fluttur. Svo ég dembi mér í Moggann og ákvað að leita fyrst til grunnskólanna, til þess þá helst að gera upp við mig hvort ég vildi verða kennari. Grandaskóli varð fyrstur í viðtalsröðinni og á föstudagsmorgni er ég kominn aftur til Reykjavíkur og búinn að fá 10 tíma vinnu á dag sem leiðbeinandi í Grandaskóla. En þar með er ekki eins og mér sé borgið eða neitt slíkt, tveimur mánuðum síðar kemur í ljós að ég mátti ekkert vinna þarna sem leiðbeinandi og auk þess var mér borgað alltof mikið sem slíkum. Þá ákváðu góðir menn að gera mér að endurgreiða allt draslið og þiggja laun óbreytts starfsmanns hjá Reykjavíkurborg. Skólastýran neitaði að láta mig fá að sjá upprunalega ráðningarpappíra og lét mig skrifa undir nýja, dagsetta sama dag og hina og þar með var ég orðinn stórskuldugur maður. Það er fyrst núna þegar þessar línur eru skrifaðar sem ég sé fyrir endann á þessari launaflækju enda er ég búinn að segja upp frá og með þeim degi sem úr henni er greitt og er búinn að fá mér nýja vinnu. Sú vinna sem ég fékk er úti í Hollandi á hóteli sem þjónn og þar verð ég í fimm mánuði á fríu fæði og húsnæði með góðar tekjur þar til ég fer í háskólann í Leiden í sama landi að nema fornleifafræði. Það er margt sem hér má læra, en meginreglan er sú að flana ekki að neinu. Ég hef aldrei upplifað neina eftirsjá eftir þessa ákvörðun mína með læknisfræðina og veturinn var afar lærdómsríkur í skóla lífsins. Þegar þið farið að fá ykkur vinnu hvet ég ykkur til að treysta aldrei vinnuveitanda og taka afrit af öllum pappírum sem þið skrifið undir. Þegar þið farið að vinna með kerfið passið ykkur á því að liggja alltaf á hnjánum og ekki sýna það á nokkurn hátt að í ykkur búi nokkuð annað en þrælslundin og undirgefnin því að mínu mati er ekki til sá opinberi starfsmaður hjá ríki eða borg sem ekki nýtur þess að sjá þig veltast fram og aftur og aftur og fram. Passið ykkur á því að sýna aldrei óþolinmæði þó þið hafið setið tvo til þrjá tíma í símanum til að fá leiðréttingu ykkar mála. Svo svona rétt í lokin, þó að mín saga hafi endað farsællega þá er ekki víst að ykkar geri það, verið því undirbúin því versta en vonið það besta. EDWARD HÁKON HUIJBENS M U N I N N 1 9 9 7 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.